3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Stórútgerðin og ónýtt kvótakerfi er búin að rústa fiskistofnunum við Ísland

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Búið að útrýma fiskistofnum við Ísland

Magnús Guðbergsson skipstjóri veit af sjómönnum sem ætla að rísa upp gegn kvótakerfinu sem sé ónýtt

Hvernig væri að byrja á að heimila smábátum undir 10 metrum, frjálsar veiðar með fjórar rúllur þar sem einn maður er í áhöfn. Gefa almenningi kost á að nýta auðlindina sína ef það vill án þess að ganga á auðlindina og með vistvænum krókaveiðum sem eru skaðlausar gagnvart lífríkinu.

Smábátar eiga engan þátt í að auðlind landsmanna hefur dregist saman um helming frá kvótasetningu, en þeir hafa samt þurft að líða fyrir þá stjórnun í áratugi.

Humarstofninn er hruninn og mun ekki ná sér 

Mynd sem Mbl. birti sem sýnir skelfilega þróun á humarstofninum, um er að ræða algert hrun!

Fiskistofnar þjóðarinnar hafa orðið fyrir stórfelldu og óbætanlegu tjóni

Í Mogganum í morgun er enn ein sönnunin dregin fram í dagsljósið í sambandi við ónýtt kvótakerfi en þar er sýnt svart á hvítu hvernig er búið að eyðileggja humarstofninn við Ísland og eyða stofninum með ónýtu fiskveiðistjórnunarkerfi. Þar er fjallað um að loka alveg á humarveiðar. ,,Könn­un­ar­veiðar upp á 143 tonn er það sem blas­ir við út­gerðum hum­ar­báta á þessu ári, sem er aðeins 6-7% af því sem veitt var fyr­ir ára­tug. Nýliðun hef­ur verið lé­leg í meira en ára­tug og er í sögu­legu lág­marki. Bata­merki eru ekki sjá­an­leg.“ Segir fiskifræðingur sem er í viðtali við Moggann í morgun. Þetta er skelfilegt ástand sem ekki sér fyrir endan á. Öll vitum við hörmungarnar varðandi loðnuna sem er horfin, stórútgerðin veit það vel og nennir ekki einu sinni að senda skip í að leita að loðnunni en lætur skattgreiðendur um að borga skipum Hafrannsóknarstofnunar ríkisins leita að henni fyrir sig og svona er lengi hægt að telja upp hvernig fiskveiðikerfið og fiskistofnarnir eru í molum.

Gjöreyðingaflotinn fái ekki að veiða í lögsögu Íslands

Er ekki bara kominn tími á að leiðrétta þetta ósamræmi sem liggur í sterkum og öflugum skipaflota stórútgerðar, sem hefur komið niður á smærri bátum sem eru einyrkjar með fjórar tölvu rúllur. Sem aldrei mun koma niður á fiskistofnum þjóðarinnar, í samanburði við það að stórútgerðin hefur fengið að kaupa til sín og látið smíða gjöreyðingarflota sem auðsjáanlega hefur gert það að verkum að fiskistofnar þjóðarinnar hafa orðið fyrir stórfelldu og óbætanlegu tjóni. Réttast væri auðvitað að gjöreyðingaflotanum yrði bannaðar veiðar í lögsögunni eða að minnsta kosti hamla veiðum þeirra og setja inn í sóknardagakerfi í besta falli. Þannig gæti t.d. hvert skip fengið 48 daga á ári með ströngum skilyrðum og með eftirlitsmenn Fiskistofu og Hafró um borð. Það tók 36 ár að eyðileggja fiskistofnana og óvíst er hversu mörg ár tekur að byggja þá upp að nýju en á meðan þeirri uppbyggingu stendur verður að hamla veiðum gjöreyðingaflotans með öllum ráðum og moka vanhæfum pólitíkusum og þeirra meðreiðarsveinum burt.

Vistvænar krókaveiðar í sátt við lífríkið og samfélagið

Smábátahöfnin í Keflavík

Niðurstaðan er sú að kvótakerfið er búið að vera, tölurnar sína það svart á hvítu að kerfið er ónýtt og er í raun dánarvottorð kerfis sem var upphaflega hugsað til þess að vernda fiskinn í sjónum en breyttist í það að vernda kvótahafa og braskara og stjórnað af vanhæfum pólitískum öflum sem hafa hugmyndafræði um markaðshyggju og ofurgróða fárra, sem á enga samleið með viðkvæmu lífríki sjávara. Enda blasir niðurstaðan nú við og það fyrir löngu síðan. Flestir fiskistofnar við Ísland hafa hrunið í höndum þessara manna.

Öfugt við að byggja upp fiskistofna upp í 500.000 tonn, eins og stefnt var að fyrir nærri fjórum áratugum með kvótakerfi sem hefur ekki virkað og er vanhugsað frá upphafi til enda og er handónýtt í dag. Þá er fiskistofn okkar rétt helmingur og heldur áfram að dragast saman næsta ár. Ætlar einhver að fær sönnur fyrir því að strandveiðar hafi verið þess valdandi? Að 48 dagar séu þess valdandi að fiskistofnar þjóðarinnar séu helmingur þess sem hann ætti að vera orðinn eftir 36 ára tilraun sem auðsjáanlega er mjög misheppnuð í alla staði.

Ætla að róa án kvóta og hundsa ónýtt kvótakerfi