Veðuryfirlit
350 km SA af Hvarfi er víðáttumikil og ört vaxandi 953 mb lægð sem fer allhratt NA. Samantekt gerð: 06.02.2022 klukkan 19:42.
Veðurhorfur á landinu
Gengur í suðaustan 20-30 m/s í nótt og fyrramálið með snjókomu, en slyddu nærri sjávarmáli S-lands. Snýst í hvassa suðvestanátt með éljum fyrir hádegi á S- og V-verðu landinu og dregur síðan úr vindi og styttir upp á N- og A-landi. Hiti um og undir frostmarki á morgun.
Spá gerð: 06.02.2022 22:00. Gildir til: 08.02.2022 00:00.
Rauð viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói: Meira
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Gengur í suðaustan 23-30 m/s með snjókomu í nótt, hvassast á Kjalarnesi og í efri byggðum. Snýst í allhvassa suðvestanátt með éljum í fyrramálið, en bætir í vind annað kvöld. Hiti í kringum frostmark. Spá gerð: 06.02.2022 22:17. Gildir til: 08.02.2022 00:00.
- https://spakort.vedur.is/…/06/harmonie-igb_mid_10uv.html#
- http://www.vegagerdin.is/…/faerd…/vestfirdir-faerd-kort/
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðlæg átt, víða 10-15 m/s og él en 15-23 og snjókoma með köflum á Vestfjörðum. Úrkomulítið um landið NA-vert og hægari breytileg átt þar eftir hádegi. Frost 0 til 10 stig, kaldast NA-lands, en frostlaust við suðurströndina.
Á miðvikudag:
Norðan 8-15 og él, einkum N-til. Frost 0 til 7 stig. Minnkandi N-átt eftir hádegi og léttir til á S- og V-landi síðdegis, harðnandi frost.
Á fimmtudag:
Vestlæg átt og bjart með köflum, en dálítil él um tíma V-lands og við N-ströndina. Frost víða 5 til 15 stig, en mildara vestast.
Á föstudag:
Suðlæg átt og stöku él, en bjartviðri á N- og A-landi. Kalt í veðri.
Slydda eða snjókoma S- og V-lands um kvöldið og hlýnar.
Á laugardag:
Sunnan og suðvestanátt, rigning eða slydda með köflum og hiti um eða yfir frostmarki. Úrkomulítið og vægt frost á N- og A-landi.
Á sunnudag:
Vestlæg átt og él, en þurrt A-til.
Spá gerð: 06.02.2022 20:16. Gildir til: 13.02.2022 12:00.
https://gamli.frettatiminn.is/06/02/2022/ollom-helstu-heidum-lokad/