3.8 C
Reykjavik
Laugardagur - 28. janúar 2023
Auglýsing

Víðáttumikil og ört vaxandi lægð nálgast landið

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Veðuryfirlit
350 km SA af Hvarfi er víðáttumikil og ört vaxandi 953 mb lægð sem fer allhratt NA. Samantekt gerð: 06.02.2022 klukkan 19:42.

Veðurhorfur á landinu
Gengur í suðaustan 20-30 m/s í nótt og fyrramálið með snjókomu, en slyddu nærri sjávarmáli S-lands. Snýst í hvassa suðvestanátt með éljum fyrir hádegi á S- og V-verðu landinu og dregur síðan úr vindi og styttir upp á N- og A-landi. Hiti um og undir frostmarki á morgun.
Spá gerð: 06.02.2022 22:00. Gildir til: 08.02.2022 00:00.

Rauð viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói: Meira

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Gengur í suðaustan 23-30 m/s með snjókomu í nótt, hvassast á Kjalarnesi og í efri byggðum. Snýst í allhvassa suðvestanátt með éljum í fyrramálið, en bætir í vind annað kvöld. Hiti í kringum frostmark. Spá gerð: 06.02.2022 22:17. Gildir til: 08.02.2022 00:00.

Spáð er óveðri –
Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra á landinu ákveðið að lýsa yfir hættustigi almannavarna frá miðnætti í kvöld vegna yfirvofandi óveðurs um allt land.
.
Samhæfingarmiðstöð almannavarna og aðgerðastjórnstöðvar um land allt verða virkjaðar um og eftir miðnætti.
.
Aðgerðarstjórn almannavarna á Vestfjörðum hefur verið virkjuð og beinir því til íbúa að mjög slæm veðurspá er fyrir svæðið í nótt og fram eftir degi á morgun, mánudag. Gera má ráð fyrir versta óveðrinu frá kl. 4.00 í fyrramálið og fram undir hádegi.
Ef veðurspáin gengur eftir verður ekkert ferðaveður á svæðinu, fjallvegir verða lokaðir og svo og leiðir milli byggðakjarna. Búast má við að færð innanbæjar, víðast hvar, verði jafnframt mjög þung og götur að mestu ófærar, utan stofnbrauta, sem reynt verður að halda opnum eftir megni.
.
Flateyrarvegi og veginum milli Ísafjarðar og Súðavíkur verður lokað ekki seinna en á miðnætti í kvöld, af öryggisástæðum.
Eru íbúar því hvattir til að vera sem minnst á ferðinni á meðan veðrið gengur yfir. Hægt er að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands, vegum og lokunum hjá Vegagerðinni og sömuleiðis ölduhæð. Þetta óveður gengur hratt yfir og mikilvægt er fyrir okkur öll að bíða það af okkur.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðlæg átt, víða 10-15 m/s og él en 15-23 og snjókoma með köflum á Vestfjörðum. Úrkomulítið um landið NA-vert og hægari breytileg átt þar eftir hádegi. Frost 0 til 10 stig, kaldast NA-lands, en frostlaust við suðurströndina.

Á miðvikudag:
Norðan 8-15 og él, einkum N-til. Frost 0 til 7 stig. Minnkandi N-átt eftir hádegi og léttir til á S- og V-landi síðdegis, harðnandi frost.

Á fimmtudag:
Vestlæg átt og bjart með köflum, en dálítil él um tíma V-lands og við N-ströndina. Frost víða 5 til 15 stig, en mildara vestast.

Á föstudag:
Suðlæg átt og stöku él, en bjartviðri á N- og A-landi. Kalt í veðri.
Slydda eða snjókoma S- og V-lands um kvöldið og hlýnar.

Á laugardag:
Sunnan og suðvestanátt, rigning eða slydda með köflum og hiti um eða yfir frostmarki. Úrkomulítið og vægt frost á N- og A-landi.

Á sunnudag:
Vestlæg átt og él, en þurrt A-til.
Spá gerð: 06.02.2022 20:16. Gildir til: 13.02.2022 12:00.

Rauð viðvörun: Höfuðborgarsvæðið, Faxaflói og Suðurland