Brunavarnir Austur-Húnvetninga fékk tilkynningu snemma í morgun um að eldur væri kviknaður í útihúsi við Skriðuland í Langadal. Eldurinn logaði í þaki í einum þriðja hluta hússins, sem hýsir um átta hundruð svín, ríkisútvarpið greindi fyrst frá.
Ingvar Sigurðsson, slökkviliðsstjóri, segir allan tiltækan mannskap hafa verið fenginn í verkið og fullum tökum hafi nú verið náð á eldinum. Bruninn olli dauða um tvö hundruð svína. Nú er unnið að því að rjúfa þakið til að losa út hita og finna eldhriður.
Eldsupptök eru ókunn en talið er líklegt að vélbúnaður hafi komið þar við sögu
Rannsókn málsins er nú í höndum lögreglunnar á Norðurlandi vestra.
Umræða