Hugleiðingar veðurfræðings
Það verður norðan- og norðvestanátt í dag, víða 10-18 m/s. Snjókoma með köflum á norðanverðu landinu og líkur á versnandi færð. Bjart með köflum sunnantil en mögulega snarpir vindstrengir við fjöll og sums staðar skafrenningur. Frost 3 til 12 stig. Dregur aðeins úr vindi í nótt.
Norðlæg átt 8-13 á morgun en norðvestan 13-18 við fjöll um suðaustanvert landið. Bjart að mestu sunnanlands en él fyrir norðan. Léttir til norðvestantil þegar líður á daginn. Áfram kalt í veðri. Breytileg átt 3-10 á fimmtudag en norðvestan 8-15 suðaustantil fyrri part dagsins. Bjart veður í flestum landshlutum en dálítil él sums staðar við ströndina. Herðir á frosti, 8 til 20 stiga frost um kvöldið. Veðrið breytist lítið á föstudag, en auknar líkur á snjókomu um helgina og dregur smám saman úr frosti. Spá gerð: 06.02.2024 06:19. Gildir til: 07.02.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðvestan 10-18 m/s. Snjókoma á norðanverðu landinu, en lengst af þurrt sunnantil.
Norðlæg átt 8-13 á morgun en sums staðar 13-18 suðaustantil. Bjart sunnan heiða en él um norðanvert landið. Léttar til norðvestantil síðdegis.
Frost 3 til 12 stig en kólnar annað kvöld.
Spá gerð: 06.02.2024 04:24. Gildir til: 07.02.2024 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag:
Breytileg átt 3-8 m/s, en norðan 8-13 austast á landinu. Víða þurrt og bjart veður, en stöku él úti við ströndina. Frost 4 til 15 stig, minnst við sjóinn.
Á föstudag:
Austan og norðaustan 3-8 og víða léttskýjað, en skýjað við austurströndina. Áfram talsvert frost.
Á laugardag:
Austlæg átt 3-10. Bjartviðri á vestanverðu landinu, en skýjað austantil og lítilsháttar él við sjóinn. Dregur heldur úr frosti.
Á sunnudag:
Suðaustan 8-13 og snjókoma með köflum á Suður- og Vesturlandi. Hægari vindur og bjartviðri norðan- og austanlands. Frost 0 til 10 stig, mildast við suðurströndina.
Á mánudag:
Sunnanátt með slyddu eða snjókomu og hita um og yfir frostmarki, en þurrt norðaustantil og frost þar.
Spá gerð: 06.02.2024 09:27. Gildir til: 13.02.2024 12:00.