Fyrrverandi útibússtjóri Sparisjóðsins á Suðurlandi var í Héraðsdómi Suðurlands, 28. febrúar s.l. dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt. Manninum var jafnframt gert að greiða Landsbankanum, sem tók yfir eignir og skuldir Sparisjóðsins, bætur að fjárhæð samtals 9.368.000 króna.
Útibústjóri Sparisjóðsins sem að var með starfsstöð á Selfossi, var dæmdur fyrir að hafa í starfi sínu frá 2011 til 2014 ýmist millifært sjálfur eða látið millifæra peninga af reikningum Sparisjóðsins og viðskiptamanna hans yfir á eigin reikninga, eða reikninga annarra í eigin þágu. Um var að ræða þrettán tilvik, samtals að fjárhæð 9.338.000 króna.
Útibústjórinn viðurkenndi skýlaust að hafa gerst sekur um þá háttsemi sem honum var gefið að sök en við ákvörðun refsingar þótti rétt að líta til þess að rannsókn málsins hafi dregist verulega.
Var útibústjóranum gert að reiða sakarkostnað samtals 383.910 krónur og Landsbankanum hf. bætur að fjárhæð 9.368.000 krónur og að greiða Landsbankanum hf. 334.000 krónur í málskostnað. Hér er dómurinn í heild sinni