Norðlæg átt í dag, gola eða kaldi og víða léttskýjað, en skýjað norðaustanlands og dálítil él fram yfir hádegi. Frost 0 til 10 stig. Í kvöld þykknar upp með vaxandi austanátt á Suðurlandi. Gengur í austan 15-25 m/s á morgun, hvassast syðst. Þessu fylgir snjókoma sunnanlands og á Austfjörðum og víða um land annað kvöld. Minnkandi frost.
Á sunnudag er útlit fyrir stífa norðanátt, jafnvel hvassviðri eða storm norðaustantil á landinu. Snjókoma á Norður- og Austurlandi, en bjartviðri sunnanlands.
Veðurhorfur á landinu
Norðlæg átt í dag, víða 5-13 m/s en hægari NV-til. Dálítil él á NA-verðu landinu fram eftir degi, annars víða léttskýjað. Frost 0 til 10 stig að deginum, kaldast í innsveitum. Vaxandi austanátt og þykknar upp S-lands í kvöld.
Gengur í austan 15-25 á morgun, hvassast við S-ströndina. Snjókoma með köflum á S- og A-landi, en úrkomuminna í öðrum landshlutum. Frost víða 0 til 5 stig síðdegis.
Spá gerð: 06.03.2020 04:50. Gildir til: 07.03.2020 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Gengur í austan 15-25 m/s, hvassast syðst. Snjókoma eða slydda, einkum S- og A-lands og frost 0 til 5 stig en hlánar við suðurströndina síðdegis. Minnkandi austanátt um kvöldið.
Á sunnudag:
Norðan 13-20 og snjókom eða él, en hægari og þurrt á S- og SV-landi. Frost 0 til 6 stig, en hiti um eða yfir frostmarki S-lands að deginum.
Á mánudag:
Norðlæg átt og él á N-verðu landinu, en snjókoma syðst. Kalt í veðri.
Á þriðjudag og miðvikudag:
Norðlæg átt og él norðantil, en úrkomulaust sunnan heiða. Talsvert frost.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir svipað veður áfram.
Spá gerð: 05.03.2020 20:40. Gildir til: 12.03.2020 12:00.