,,Já það er búin að vera ágætis veiði á Mývatni í netin og það hafa veiðst flottir fiskar, bæði urriði og bleikja“ sagði Einar Héðinsson sem staddur var á Mývatni í samtali við veiðivefin, Veiðin.is.
Á morgun verður borðið upp á ýmislegt á svæðinu og meðal annars dorgveiði á þessu sögufræga vatni. ,,Við vorum að taka vakir fyrir morgundaginn, en þá verður fjöldi fólks að dorga. Veiðin er búinn að vera fínt bara, það hafa verið að fást tveir til þrír fiskar í netin sem er bara gott.“
Veðurfarið er flott þessa dagana víða og ekki mikið mál að stunda dorgveiði og aðra útiveru víða um land. Og allt styttir þetta biðina eftir veiðisumrinu er alveg að koma.
Mynd. Tryggvi Hrafn með bolta urriða úr Mývatni. Mynd Einar