6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Frost um allt land út vikuna

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Veðurhorfur á landinu

Norðlæg átt, 5-15 m/s, hvassast austast. Dálítil él norðaustanlands, en annars víða bjartviðri. Hvessir með morgninum, norðan og norðaustan 10-18 eftir hádegi, hvassast suðaustanlands og á Vestfjörðum.
Éljagangur um landið norðan og austanvert, en annars úrkomulítið. Frost 3 til 10 stig, kaldast inn til landsins. Spá gerð: 06.03.2023 21:10. Gildir til: 08.03.2023 00:00.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Norðaustan 5-13 m/s og víða bjartviðri, en dálítil él á Norður- og Austurlandi. Frost 1 til 10 stig, minnst syðst.

Á fimmtudag:
Norðlæg átt, 5-13 m/s og éljagangur norðan- og austanlands, en annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.

Á föstudag, laugardag og sunnudag:
Áframhaldandi norðlægar áttir með éljum, en lengst af úrkomulaust syðra. Herðir á frosti.

Á mánudag:
Útlit fyrir norðaustanátt með snjókomu eða éljum, en úrkomulítið suðvestantil. Minnkandi frost. Spá gerð: 06.03.2023 20:08. Gildir til: 13.03.2023 12:00.