Dregið hefur úr virkni síðasta sólarhringinn
Jarðskjálftahrinan sem nú er í gangi um 6 km suðvestur af Kópaskeri, er sú öflugasta á þessari sprungu séu skoðuð gögn aftur til 1991. Frá því að hrinan hófst þann 23. mars hefur sjálfvirka mælakerfi Veðurstofunnar mælt tæplega 3000 skjálfta. Stærsti skjálfti hrinunar mældist í 27. mars, af stærð 4,2 kl. 20:29, en í allri hrinunni hafa mælst 8 skjálftar af stærð 3 og yfir.
Kópaskersskjálftinn 13. janúar 1976 hrökk á svipuðum slóðum, en þekkt er að jarðskjálftahrinum geti fylgt stærri jarðskjálftar. Jarðskjálftahrinum lýkur þó í flestum tilfellum án stærri atburða og nú virðist vera að draga úr virkni þessarar hrinu.
Umræða