Seðlarnir eru dagsettir á árunum 1999 til 2004
Lögreglan hefur rannsakað svæðið þar sem peningarnir fundust en hafa ekki fundið neinar nýjar vísbendingar á staðnum. Á hinn bóginn hafa ítarlegar greiningar á peningum og umbúðum verið mikilvægar.
Við vitum fyrir víst að það er um 1,5 milljónir norskra króna í pökkunum en ekki var hægt að telja einn pakka vegna ástands hans. Við gerum því fastlega ráð fyrir að þetta séu rúmar 2 milljónir króna, sem eru um ( 30 milljónir íslenskar krónur) , í heildina, segir lögreglumaðurinn Stian Tveten í Moss í Noregi.
Fjölmiðlar í Noregi skrifuðu um skógarferð manns að nafni Ole Bisseberg og vinar hans, en er þeir voru að ferðast um skóg í nágrenni Moss, fundu þeir holu og kom þeim mjög á óvart, þegar þeir stungu höndunum í holuna að í henni voru nokkrir plast pakkar.
Félagarnir notuðu hníf til að komast að því hvað leyndist í pakkningunum sem þeir fundu í Mossemarka. Þeir opnuðu einn þeirra og hann var fullur af peningum. Að sögn Bisseberg voru seðlarnir dagsettir á árunum 1999 til 2004. Félagarnir afhentu lögreglunni peningana.
Í sumar hafa sérfræðingar greint seðlana og auk þess að fullyrða að um 2 milljónir króna sé að ræða ( 30 milljónir íslenskar krónur) þá hefur lögreglan fengið nokkuð skýra mynd af því, hvaðan peningarnir koma. ,,Enn sem komið er, bendir rannsókn okkar ekki til þess að þeir séu vegna peningaþvættis vegna ráns, en við erum nokkuð vissir um að þeir eru tilkomnir vegna glæpastarfsemi,“ segir lögreglumaðurinn Stian Tveten.
Í kringum aldamótin varð ránabylgja í Noregi og að minnsta kosti 200 milljónir norskra króna hurfu í meira en 30 ránum. Meirihluti peninganna hefur aldrei fundist. Mest var talað um Nokas -ránið í apríl 2004. 57 milljónir norskra króna hurfu þar og mikið af því fé, hefur aldrei fundist.
Lögreglan vill ekki fara nákvæmlega ofan í það, hvaðan hún heldur að peningarnir sem fundust í Moss komi, en hefur lýst því yfir að þeir komi sennilega ekki frá neinu þessara rána. Engu að síður er grunur um „glæpsamlegt athæfi“ sem stendur upp úr í rannsókn lögreglunnar varðandi þessa peninga. ,,Við útilokum ekkert, en kenningin um að seðlarnir komi frá peningaþvætti er veik, það virðist ólíklegra,“ segir lögreglumaðurinn Stian Tveten.
Lögreglan hefur rannsakað svæðið þar sem peningarnir fundust en hafa ekki gert neinar nýjar vísbendingar á staðnum. Á hinn bóginn hafa ítarlegar greiningar á peningum og umbúðum verið mikilvægar. Tveten segir að aðeins 500 og 1000 króna seðlar séu í pakkningunum. ,,Við höfum hingað til rannsakað mjög mikið varðandi þetta mál og nú er eðlilegt að skerpa enn frekar á rannsókninni. Í þessu samhengi mun það skipta máli að yfirheyra og afla upplýsinga frá fyrri sakamálum, segir hann. Lögreglan hefur þegar yfirheyrt nokkra aðila en enginn hefur enn verið handtekinn. Þeir hafa fengið nokkrar ábendingar og sumar hafa verið mikilvægar fyrir lögregluna.
Geta fengið níu milljónir í fundarlaun
Félagarnir sem fundu peningana afhentu lögreglunni fundinn, án þess að hugsa um að það gæti verið einhver fundarlaun en þeir eiga hins vegar rétt á þeim. Tveten segir að þau geti verið allt frá 10 til 30 prósent af verðmæti fundarins.
Ole Bisseberg sem fann peningana, ,,segist halda að það sé sagan sem hér er komin, sé mest spennandi og að fá fundarlaun skipti ekki neinu máli. En það er samt ljóst að við segjum ekki nei takk við fundarlaununum,“ segir hann. Bisseberg hefur ekki enn haft samband við lögregluna vegna greiðslu.