Boris Nadezhdin sem er frjálslyndur rússneskur stjórnmálamaður, gagnrýndi Vladímír Pútín forseta harðlega í spjallþætti á ríkisreknu sjónvarpsstöðinnni NTV síðasta mánudag, fjallað var um málið á vef ríkisútvarpsins.
Í sjónvarpsþættinum var Pútín líkt við Nikulás I. Rússakeisara, enhann var frægur fyrir að bælda niður allt andóf með góðu eða illu og stóð m.a. fyrir fjölmörgum stríðum sem endaði með ósigri Rússa í Krímstríðinu árið 1856.
Nadezhdin staðhæfði í viðtalinu að innrásin í Úkraínu myndi leiða til falls stjórnar Pútíns. Hann hefur verið tíður gestur þáttarins og sagði meðal annars seinasta haust að útilokað væri að hafa betur í átökum við Úkraínumenn.
Umræða