Karlmaður með kjötexi í hönd var handtekinn um klukkan 19:00 í gærkvöld þegar hann var á leið inn í söluturn í Reykjavík. Lögreglubíll var skammt frá þegar tilkynning um málið barst og liðu fjórar mínútur þar til búið var að handtaka manninn sem var undir áhrifum vímuefna. Í tilkynningu frá lögreglu segir að hann megi búast við kæru vegna vopnalagabrots og vörslu fíkniefna.
Tilkynnt var um karlmann með skotvopn við Landspítala rétt fyrir klukkan 18 í gær. Þegar maðurinn var handtekinn kom í ljós að skotvopnið reyndist vera leikfang. Hann var látinn laus eftir stutta skýrslutöku.
Lögreglu var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir á Seltjarnarnesi um klukkan 17 í gær og voru tveir karlmenn sagðir kíkja inn um glugga á heimilum. Lögregla fann þá ekki en hvetur íbúa til að tilkynna allt grunsamlegt athæfi.
Þá var tilkynnt um tvo menn sem voru ógnandi í garð gesta og starfsmanna við öldurhús í miðborginni. Sá hafði gert sig líklega til að skalla starfsmann öldurhússins sem og að vera með alls kyns ölvunarónæði gagnvart fólki og þá höfðu starfsmenn sagt að hann væri með hníf á sér.
Maðurinn var handtekinn og hann brást illa við því. Við flutning á lögreglustöð hótaði hann lögreglumönnum, með mjög nákvæmum hætti, lífláti. Maðurinn vistaður í fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hann.
Lögreglu var tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir á Seltjarnarnesi um klukkan 17 í gær og voru tveir karlmenn sagðir kíkja inn um glugga á heimilum. Lögregla fann þá ekki en hvetur íbúa til að tilkynna allt grunsamlegt athæfi.
Þá var tilkynnt um tvo menn sem voru ógnandi í garð gesta og starfsmanna við öldurhús í miðborginni. Sá hafði gert sig líklega til að skalla starfsmann öldurhússins sem og að vera með alls kyns ölvunarónæði gagnvart fólki og þá höfðu starfsmenn sagt að hann væri með hníf á sér.
Maðurinn var handtekinn og hann brást illa við því. Við flutning á lögreglustöð hótaði hann lögreglumönnum, með mjög nákvæmum hætti, lífláti. Maðurinn vistaður í fangageymslu þar til unnt verður að yfirheyra hann.
Umræða