Vill nota 1600 milljarða af skattpeningum sem þjóðin á hjá lífeyrissjóðunum í innviðauppbyggingu
Guðmundur Franklín Jónsson sem hefur boðið sig fram til forseta Íslands vill að þjóðin fái að ráða yfir sínum auðlindum og fjallar m.a. um spillinguna á Íslandi í vikulegum pistli sínum. Þá segir hann að hann hafi ekki enn fengið að tala á RÚV allra landsmanna, en fengið gríðarlega mikið skítkast hjá ,,Elítu-fjölmiðlunum“ eins og hann kallar þá.
,,Það er búið að eyðileggja allan iðnað á Íslandi s.l. 20 ár.“
Guðmundur Franklín er alfarið á móti kvótakerfinu og þar sé verið sé að gefa ákveðinni klíku stórfé, sem kaupi svo upp fyrirtækin á Íslandi og leggi restina inn á reikninga á skattaskjólseyjum. Gefa eigi strandveiðar frjálsar, virkja frelsi einstaklingsins raunverulega á ný, til orða og athafna, og lækka raforkuverð til fyrirtækja og bænda og hjálpa til við innlenda framleiðslu. Það sé t.d. furðulegt að verið sé að flytja inn frá útlöndum, frosna ísmola til Íslands, lands sem á hreinasta vatnið og raforkuna. ,,Það er búið að eyðileggja allan iðnað á Íslandi s.l. 20 ár.“
1600 milljarðar í uppbyggingu
Þá vill hann efla innviðauppbyggingu á Íslandi og bjóða skólafólki og þeim sem þegar eru atvinnulausir vinnu við það og nota 1600 milljarða af skattpeningum frá lífeyrissjóðunum sem þjóðin á í geymslu hjá lífeyrissjóðunum en ekki öfugt.
Það verður að vera einhver öryggisventill á Íslandi
Guðmundur Franklín Jónsson leggur áherslu á beint lýðræði og bendir á að forseti Íslands sé æðsti embættismaður landsins og eigi að beita málskotsréttinum oftar því þjóðin hefur oftast réttast fyrir sér í umdeildum málum. Hann hefur vísað til þess að núverandi forseti hafi hundsað vilja þjóðarinnar um að kjósa um Orkupakkamálið sem var mjög umdeilt á meðal þjóðarinnar. ,,Það verður að vera einhver öryggis- ventill á Íslandi og það er mikil hræðsla í gangi að ég sé að bjóða mig fram til þess“
https://www.facebook.com/gundifranklin/videos/1125655684455919/