• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Styrkja
  • Innskráning
  • Nýskráning
Laugardagur, 19. júlí 2025
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Fréttir
    • Innlent
    • Erlent
    • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Veiði
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
FRÉTTATÍMINN
No Result
View All Result
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur

 

 

Áslaug Arna ræddi gervigreind á ráðherrafundi OECD

Áslaug Arna ræddi gervigreind á ráðherrafundi OECD

Ritstjórn skrifað af Ritstjórn
6. maí 2024
in Fréttir, Innlent
A A
0

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar, og nýsköpunarráðherra, sótti í liðinni viku ráðherrafund OECD um vísindi og tækni, þann fyrsta sem haldinn er síðan árið 2015. Fundurinn fór fram í París og var yfirskriftin Sameiginlegar áskoranir, umbreytandi aðgerðir (e. Shared challenges, transformative actions). Þar var áhersla m.a. lögð á á þær áskoranir og tækifæri sem OECD-ríkin standa frammi fyrir þegar kemur að tækniframförum, ekki síst gervigreind. Þá ræddu ráðherrarnir hvernig best megi nýta vísindi og tækni til að mæta samfélagslegum áskorunum landanna. 

Í ræðum sínum á fundinum ræddi Áslaug Arna nýlegar breytingar á stefnumörkun vísinda- og tæknimála á Íslandi, sem og hvernig stjórnvöld hafa notið góðs af nýlegri úttekt OECD á framlögum íslenska ríkisins til rannsókna og þróunar. Stuðst verður við skýrsluna við áframhaldandi stefnumörkun í málaflokknum. Þá nefndi Áslaug að nauðsynlegt sé að tryggja að gagnaöflun með gervigreind ýti ekki undir eða ýki það ójafnræði sem þegar er til staðar í vísindastarfi, gögnum og miðlun vísinda. 

Auk ráðherra taldi sendinefnd Íslands á fundinum m.a. fulltrúa Íslands í stjórn stefnumarkandi nefndar OECD um vísindi og tækni (CSTP) og fastafulltrúa Íslands gagnvart OECD. 

Í tengslum við ráðherrafundinn hafa tvær stefnumarkandi skýrslur á vegum OECD verið gefnar út: 

  • An OECD Agenda for Transformative Science, Technology and Innovation Policies
  • An OECD Framework for the Anticipatory Governance of Emerging Technologies
Umræða
ShareTweet
Ritstjórn

Ritstjórn

AUGLÝSING
  • Allir 18-65 ára sæti herskyldu í Evró/Rússó styrjöld …

    Allir 18-65 ára sæti herskyldu í Evró/Rússó styrjöld …

    7 deilingar
    Share 3 Tweet 2
  • Eldur í íbúðarhúsi á Ásbrú – grunur um íkveikju

    3 deilingar
    Share 1 Tweet 1
  • Rúmlega 700 fjölskyldur atvinnulausar vegna málþófs

    17 deilingar
    Share 7 Tweet 4
  • Strandveiðibátar fara á sjó og harma skemmdarverk stjórnarandstöðunnar

    7 deilingar
    Share 3 Tweet 2
  • SFS (LÍÚ) HÓTAR RÍKISSTJÓRN ÍSLANDS OG ÞJÓÐINNI

    22 deilingar
    Share 9 Tweet 6
AUGLÝSING

Fréttatíminn © 2023

Hæ!

Login to your account below

Gleymt Lykilorð Nýskráning

Create New Account!

Fill the forms bellow to register

Fylla þarf út alla reiti. Skrá inn

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Skrá inn

Viltu stykrja óháða blaðamennsku?

Með því að styrkja Fréttatímann gefur þú óháðri blaðamennsku sterkari rödd.


    This will close in 0 seconds

    Add New Playlist

    No Result
    View All Result
    • Fréttir
      • Innlent
      • Erlent
    • Viðskipti
    • Aðsent & greinar
    • Afþreying
    • Neytendur

    Fréttatíminn © 2023

    Are you sure want to unlock this post?
    Unlock left : 0
    Are you sure want to cancel subscription?