Tveir heppnir miðaeigendur duttu í lukkupottinn að þessu sinni því þeir skiptu á milli sín fimmföldum fyrsta vinningi og fær hvor rúmlega 35,4 milljónir króna í sinn hlut. Annar miðinn var keyptur í Kvikk, Suðurfelli 4 í Reykjavík en hinn í Lottó-appinu.
Níu voru með bónusvinninginn og fær hver 105.740 krónur. Fjórir miðar voru keyptir í Lottó-appinu, einn í Vídeómarkaðnum, Hamraborg 20a í Kópavogi, einn í Happahúsinu í Kringlunni, einn á lotto.is og tveir eru í áskrift,
Fimm voru með 4 Jókertölur í réttri röð og fá þeir fyrir það 100 þúsund krónur hver. Tveir miðanna eru í áskrift en hinir voru keyptir í Skaftárskála á Kirkjubæjarklaustri, Olís v/Gullinbrú og Olís í Álfheimum í Reykjavík
Umræða