Margmenni var í miðbænum og mikið um ölvun og læti í gærkvöld og nótt, nóg var að gera hjá lögreglu sbr. upplýsingar úr málaskrá hennar:
Tilkynnt um að ökumaður hefði ekið á staur í Laugardal. Ökumaður handtekinn vegna gruns um að vera undir áhrifum áfengis og ávana- og fíkniefna. Tilkynnt um að tveir aðilar væru að reyna að brjóta girðingu í hverfi 101. Fylgdi tilkynningunni að annar aðilinn væri nakinn. Aðilarnir farnir þegar lögregla kom á vettvang.
Tilkynnt um slasaðan mann í miðbænum. Kom í ljós að svo var ekki og var um mikla ölvun að ræða. Innbrot framið í heimhúsi í hverfi 101, málið í rannsókn þegar þetta er skrifað.
Tilkynnt um slasaða konu á krá í miðbænum, lögregla og sjúkralið á vettvang. Ekki vitað nánar um meiðsl hennar á þessari stundu.
Hafnarfjörður-Garðbær-Álftanes
Tilkynnt um að ölvaður ökumaður hefði ekið aftan á aðra bifreið í hverfi 220. Ökumaðurinn handtekinn grunaður um ölvun við akstur, hefðbundið ferli.
Kópavogur og Breiðholt.
- Mikið um samkvæmishávaða á þessu svæði. Tilkynnt um þjófnað í matvörubúð í Breiðholti. Hefðbundið ferli.
- Tilkynnt um árekstur í hverfi 109, grunur lék á að annar ökumaðurinn væri ölvaður. Lögreglan kom á vettvang og var einn handtekinn grunaður um ölvun við akstur. Málið í rannsókn þegar þetta er skrifað.
Tilkynnt um innbrot í heimahús í Breiðholti, ekki vitað meira um málið þegar þetta er skrifað.
Grafarvogur-Mosfellsbær-Árær.
- Tilkynnt um slagsmál í hverfi 113. Talað var um að einn aðilinn væri með hníf. Tveir aðilar handteknir á vettvangi og vistaðir fangageymslu lögreglu.
- Tilkynnt um konu í annarlegu ástandi í hverfi 112. Þegar lögregla ætlaði að aka henni heim til sín sparkaði hún í lögreglumann. Hún vistuð í fangageymslu lögreglu.Ökumaður stöðvaður í hverfi 112 grunaður um akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna. Hefðbundið ferli.
Tilkynnt um að nokkrar endur væru komnar inn á bensínstöð í hverfi 201. Starfsfólk óskaði eftir aðstoð lögreglu og var öndunum vísað út án vandræða. - Aðili kærður fyrir vopnalög í hverfi 110 en var hann með örvar og boga á sér og sagðist vera að æfa sig að skjóta í tré. Aðilinn í annarlegu ástandi og var hann með dónaskap við lögreglu.