6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Bretland ætlar að senda Úkraínuher eldflaugakerfi með stýriflaugum

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Stjórnvöld í Bretlandi tilkynntu að þau ætli að senda Úkraínuher eldflaugakerfi með stýriflaugum af svipuðum toga og Bandaríkjamenn gerðu í liðnni viku.

Samkvæmt frétt AFP er eldflaugakerfið sem Bretar munu senda Úkraínu, sprengiflaugar sem geta hæft skotmörk í allt að 80 kílómetra fjarlægð með mikilli nákvæmni. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur varað ríki við að senda slík vopn til Úkraínu og hótaði árásum á fleiri skotmörk í ótilgreindum borgum.

Þá ber það einnig hæst í dag að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ætlaði að fljúga í opinbera heimsókn til Serbíu í dag en þurfti að hætta við. Vegna þess að nágrannaríki Serbíu; Búlgaría, Norður-Makedónía og Svartfjallaland gáfu ekki leyfi fyrir því að þota ráðherrans færi í gegnum þeirra lofthelgi. Lavrov móðgaðist mjög við að uppgvötva mikla samstöðu fjölda ríkja gegn Rússlandi sem þó hefur legið fyrir í hundrað daga og lét gremju sína í ljós á blaðamannafundi með sérvöldum fréttamiðlum heimafyrir.

Pútín hefur gert stór og afdrifarík mistök