Dánarorsok sambýlisfólks sem fannst látin í heimahúsi í Bolungarvík er ekki ljós en endanlega niðurstöðu er að vænta á næstu vikum. Ekki voru ytri áverkar á hinum látnu sem skýra andlátin og nákvæm dánarstund liggur ekki fyrir.
Þetta eru bráðabirgðaniðurstöður réttarkrufningar sem koma fram í tilkynningu lögreglunnar á Vestfjörðum.
Helgi Jensson segist í samtali við fréttastofu ríkisútvarpsins ekki vilja veita frekari upplýsingar að svo stöddu. Nokkrar vikur gætu verið í endanlega krufningu sem veiti frekari upplýsingar um dánarorsok.
Umræða