Fyrrverandi forsætisráðherra dæmdur í tíu ára fangelsi
Nawaz Sharif, f.v. forsætisráðherra Pakistans, hafði komið fyrir nefnd sem rannsakar spillingarmál um miðjan júní, vegna Panamaskjalanna svonefndu. Þar er að finna nöfn fólks sem lögmenn panömsku lögmannsstofunnar Mossack Foneska aðstoðuðu við að koma fyrir fé á aflandsreikningum.

Hæstiréttur Pakistans komst að þeirri niðurstöðu fyrr á árinu að sakir á hendur Nawaz Sharif vegna upplýsinga í Panamaskjölunum, t.d. vegna lúxusíbúða í London ofl. væru ekki nægar til að svipta hann embætti.
.
Rétturinn fyrirskipaði í kjölfarið að stofnuð yrði rannsóknarnefnd.
.
Nú hefur sú nefnd lokið stöfum og Nawas Sharif, fyrrverandi forsætisráðherra Pakistans, hefur núna verið dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir spillingu í embætti. Þrjú af fjórum börnum forsætisráðherrans eru jafnframt flækt í málið. M.a. Maryam, dóttir hans, sem sögð er pólitískur arftaki hans.
.
Maryam var hinsvegar dæmd í sjö ára fangelsi vegna málsins í dag. Sharif dvelur í London en búist er við því að hann muni áfrýja dómnum, að því er kemur fram í Guardian.
Sharif hefur í þrígang gegnt embætti forsætisráðherra landsins; fyrst á árunum 1990 til 1993, svo frá 1997 til 1999 og loks frá 2013 til 2017 að hann sagði af sér eftir uppljóstranir í Panamaskjölunum.
Sharif hefur í þrígang gegnt embætti forsætisráðherra landsins; fyrst á árunum 1990 til 1993, svo frá 1997 til 1999 og loks frá 2013 til 2017 að hann sagði af sér eftir uppljóstranir í Panamaskjölunum.
Umræða