Það verður Ekkert Kynlíf hjá mér á næstunni.!!!
Í síðustu viku voru ég og kærastan að fara uppí rúm, eftir smá kúr fór aðeins að hitna í kolunum. Þegar allt var að bresta á snýr hún sér að mér og segir; “Æ, ég er ekki í stuði, getum við ekki bara kúrt svolítið?” “KÚRT!?! Í alvöru!?! Til hvers var þetta þá!?” sagði ég.
Hún sagði; “mér finnst þú bara ekki skilja mínar tilfinningalegu hliðar sem konu nægilega vel til að ég vilji fullnægja þínum líkamlegu þörfum sem karlmanns…”, þegar ég var bara eitt spurningarmerki í framan bætti hún við; “getur þú ekki bara elskað mig fyrir það sem ég er, en ekki fyrir það sem ég geri fyrir þig í rúminu??”
Á þeirri stundu áttaði ég mig á því að ég var ekki að fara að vinna neitt rifrildi sem var komið á þessar nótur og svo sannarlega ekki að fara að fá neitt annað það kvöldið og fór því bara að sofa. Daginn eftir tók ég frí í vinnunni til að eyða meiri tíma með henni. Ég bauð henni í æðislegan hádegismat og svo fórum við að versla, við enduðum í risa búð þar sem nánast allt var til milli himins og jarðar.
Hún mátaði allskonar rándýr föt og ég beið þolinmóður á meðan og þar sem hún gat ómögulega ákveðið sig hvaða flíkur hún vildi kaupa sagði ég henni bara að ég myndi bara kaupa þær allar handa henni. Hana langaði í nýja skó sem myndu passa við nýju fötin þannig að ég stakk uppá því að við myndum kaupa nokkur pör sem myndu passa við allskonar samsetningar af nýju fötunum.
Í miðri búð var skartgripaverslun þar sem hún valdi sér æðislega flotta (og dýra) demants eyrnalokka. Hún var svo spennt að hún ljómaði öll og hvað sem hún vildi kaupa þá var svar mitt alltaf; “Kaupum þetta bara líka ástin mín”
Hún var við það að springa úr gleði og spenningi þegar hún sagði; “ég held að þetta sé bara komið, við skulum fara á kassann og borga!” Ég átti mjög bágt með mig þegar ég sagði við hana; “Æ, nei, veistu… ég er bara ekki í stuði núna!”
Hún missti andlitið gersamlega og sagði óþægilega hátt;
“HVAÐ SAGÐIR ÞÚ!?!”
Ég átti enn mjög bágt með mig en náði að halda andliti þegar ég sagði við hana; “Ástin mín! Mér finnst svo gaman að sjá þig HALDA Á þessu dóti sem þig langar SVO MIKIÐ Í. En veistu það að þú skilur bara mínar fjárhagslegu hliðar sem karlmanns ekki nægilega vel til þess að ég vilji fullnægja þínum verslunarlegu hliðum sem konu…”
Þegar ég sá að hún var í raun að leita að einhverjum hlut til að drepa mig með bætti ég við; “Af hverju getur þú ekki bara elskað mig fyrir það hver ég er, en ekki fyrir þá hluti sem ég kaupi fyrir þig í búðum??” Ég geri ráð fyrir því að það verði ekki neitt kynlíf hjá mér í kvöld frekar en síðustu kvöld eða næstu kvöld ef út í það er farið… en í það minnsta gerði ég tilraun til að sanna að ég er snjallari en hún.“ Segir í færslu Ragnars nokkurs sem sér oft spaugilegu hliðarnar og deilir skemmtilegum bröndurum daglega á facebook- síðu sinni.