Tilkynnt var um eld í hraðbanka í Árbæ. Lögregla kom á vettvang á undan slökkviliði og slökkti eld með slökkvitæki úr lögreglubifreið með góðum árangri. Slökkvilið kom síðar á vettvang með hitamyndavél til þess að tryggja að lögregla hafi sinnt slökkvistörfum af kostgæfni. Þegar slökkvilið hafði tryggt að það væri búið að slökkva eld hófu þau reykræstingu.
Þá barst lögreglu tilkynning um fólksbíl sem hugðist taka fram úr flutningabíl með þeim afleiðingum að eftirvagn rakst utan í fólksbifreiðina. Fólksbifreiðin endaði á vegriði en á veginum var brak, en sem betur fer er enginn slasaður. Ekki er vitað hvort ökumaður flutningabifreiðarinnar hafi gert sér grein fyrir árekstrinum enda mikill stærðarmunur á ökutækjum. Ökumaður nam ekki staðar og ók af vettvangi.
Umræða