Þýzk kjarnorkusprengja?
Í Þýzkalandi eru að hefjast umræður um hvort breyttir vindar, sem blása frá Washington Donalds Trumps leiði til þess, að Þýzkaland verði að koma sér upp kjarnorkuvopnum til þess að standa jafnfætis Rússlandi hernaðarlega séð.
Að baki þeirri umræðu er svo hin stærri spurning, hvort Þjóðverjar eru tilbúnir til að koma úr felum sem þjóð.
Í fyrsta sinn frá 1949 er Þýzkaland ekki undir kjarnorkuregnhlíf Bandaríkjanna, segir Christian Hacke, þekktur þýzkur stjórnmálafræðingur í grein í þýzka blaðinu Welt am Sonntag. Hann telur næsta skref augljóst: Í ljósi óvissu um samstarf yfir Atlantshafið og hugsanleg ágreiningsmál verði kjarnorkuvopnavæðing Þýzkalands að fá forgang. Það sé óskhyggja að til verði evrópsk lausn á þessum vanda vegna ólíkra hagsmuna þeirra þjóða.
Matthew Karnitschnig, sem fjallar um þessar umræður í grein á Evrópuútgáfu bandaríska vefritsins politico, segir að það eitt að slíkar umræður séu hafnar í Þýzkalandi sýni hversu órótt Þjóðverjum sé vegna hótana Trumps.
Í grein hans kemur fram, að Konrad Adenauer, þáverandi kanslari Vestur-Þýzkalands hafi haft efasemdir um að hægt væri að treysta Bandaríkjamönum og þess vegna ámálgað við De Gaulle, þáverandi forseta Frakklands, þátttöku Þjóðverja í kjarnorkuvopnavæðingu Frakka. De Gaulle hafi vísað þeirri málaleitan kurteislega á bug.

Árið 1968 hafi Vestur-Þýzkaland staðfest samning, sem hafi bannað Þjóðverjum að koma sér upp kjarnorkuvopnum og í samningum í aðdraganda sameiningar Þýzkalands hafi Þjóðverjar staðfest það sama.
Af þessum sökum sé kjarnorkuvopnavæðing Þýzkaland mjög ólíkleg.
Wolfgang Ischinger, fyrrum sendiherra Þýzkalands í Washington spyr, í tilefni af grein Hacke: Hvað ætti að koma í veg fyrir að Tyrkir og Pólverjar komi sér upp kjarnorkuvopnum, ef Þjóðverjar gera það?
Engu að síður telja margir að það sé mikilvægt að þessar umræður fari fram. Eitt af því, sem þær hafa leitt í ljós er að þýzki herinn er bersýnilega mjög vanbúinn að takast á við alvarleg verkefni. Í maí sl. voru einungis 4 af 124 orustuþotum Þjóðverja flughæfar!
Komist umræður um kjarnorkuvopnavæðingu Þýzkalands á alvarlegra stig má búast við harkalegum viðbrögðum úr mörgum áttum.
En jafnframt er ljóst að lýðræðisríki Evrópu eiga ekki annan kost en að axla meiri ábyrgð á eigin vörnum, bæði fjárhagslega og í beinum varnarviðbúnaði.“ Segir Styrmir Gunnarsson, f.v. Ritstjóri Morgunblaðsins.
Að baki þeirri umræðu er svo hin stærri spurning, hvort Þjóðverjar eru tilbúnir til að koma úr felum sem þjóð.
Í fyrsta sinn frá 1949 er Þýzkaland ekki undir kjarnorkuregnhlíf Bandaríkjanna, segir Christian Hacke, þekktur þýzkur stjórnmálafræðingur í grein í þýzka blaðinu Welt am Sonntag. Hann telur næsta skref augljóst: Í ljósi óvissu um samstarf yfir Atlantshafið og hugsanleg ágreiningsmál verði kjarnorkuvopnavæðing Þýzkalands að fá forgang. Það sé óskhyggja að til verði evrópsk lausn á þessum vanda vegna ólíkra hagsmuna þeirra þjóða.
Matthew Karnitschnig, sem fjallar um þessar umræður í grein á Evrópuútgáfu bandaríska vefritsins politico, segir að það eitt að slíkar umræður séu hafnar í Þýzkalandi sýni hversu órótt Þjóðverjum sé vegna hótana Trumps.
Í grein hans kemur fram, að Konrad Adenauer, þáverandi kanslari Vestur-Þýzkalands hafi haft efasemdir um að hægt væri að treysta Bandaríkjamönum og þess vegna ámálgað við De Gaulle, þáverandi forseta Frakklands, þátttöku Þjóðverja í kjarnorkuvopnavæðingu Frakka. De Gaulle hafi vísað þeirri málaleitan kurteislega á bug.

Árið 1968 hafi Vestur-Þýzkaland staðfest samning, sem hafi bannað Þjóðverjum að koma sér upp kjarnorkuvopnum og í samningum í aðdraganda sameiningar Þýzkalands hafi Þjóðverjar staðfest það sama.
Af þessum sökum sé kjarnorkuvopnavæðing Þýzkaland mjög ólíkleg.
Wolfgang Ischinger, fyrrum sendiherra Þýzkalands í Washington spyr, í tilefni af grein Hacke: Hvað ætti að koma í veg fyrir að Tyrkir og Pólverjar komi sér upp kjarnorkuvopnum, ef Þjóðverjar gera það?
Engu að síður telja margir að það sé mikilvægt að þessar umræður fari fram. Eitt af því, sem þær hafa leitt í ljós er að þýzki herinn er bersýnilega mjög vanbúinn að takast á við alvarleg verkefni. Í maí sl. voru einungis 4 af 124 orustuþotum Þjóðverja flughæfar!
Komist umræður um kjarnorkuvopnavæðingu Þýzkalands á alvarlegra stig má búast við harkalegum viðbrögðum úr mörgum áttum.
En jafnframt er ljóst að lýðræðisríki Evrópu eiga ekki annan kost en að axla meiri ábyrgð á eigin vörnum, bæði fjárhagslega og í beinum varnarviðbúnaði.“ Segir Styrmir Gunnarsson, f.v. Ritstjóri Morgunblaðsins.
Umræða