Ríkisstjórnin búin að missa tökin og landsfundi sjáfstæðisflokksins frestað
Miðstjórn Sjálfstæðisflokksins ákvað á fundi sínum í dag að fresta fyrirhuguðum landsfundi flokksins sem fara átti fram dagana 27. – 29. ágúst nk. um óákveðinn tíma. Þess í stað verður flokksráð Sjálfstæðisflokksins kallað saman sömu helgi á rafrænum fundi.
,,Er þetta gert í ljósi stöðunnar í útbreiðslu kórónuveirufaraldursins hér á landi“ segir í tilkynningu frá flokknum sem staðfestir að ríkisstjórnin hefur algerlega misst tökin á faraldrinum með því að m.a. opna landamærin ofl. sem ljóst er að misfórst hjá ríkisstjórninni.
,,Nánari dagskrá flokksráðsfundar verður send fulltrúum á næstu dögum.“ segir í tilkynningu X-D . is
Flokksfólk og sérstaklega flokksráðsmenn eru hvattir til að fara inn á Mínar síður á xd.is og uppfæra tengiliðarupplýsingar um sig til að auðvelda flokknum að eiga samskipti við flokksfólk.“ Þessi tilkynning undirstrikar að ríkisstjórnin er hangandi í lausu lofti í faraldrinum, eins og margir hafa bent á.