Í nótt barst lögreglu tilkynning um bíl sem reynt var ítrekað að aka á bíl þess sem tilkynnti. Bílinn var búinn ólöglegum forgangsljósum.
Í dagbók lögreglu í dag kemur fram að 65 ára gamall ökumaður hafi verið stöðvaður og handtekinn í gær eftir að hafa ítrekað ekið yfir gatnamót á rauðu ljósi, hann hafi ekið fast upp að næstu bifreið og kveikt á sírenu og blikkljósum og loks ekið á móti umferð.
Ökumaðurinn var eins og áður segir handtekinn og færður á lögreglustöð. Eftir viðræður við ökumann var hann laus og honum gert að fjarlægja ólöglegan neyðarbúnað úr bifreiðinni.
Umræða