Fjórir aðilar voru í kvöld í héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 17. ágúst í þágu rannsóknar lögreglu á innflutningi á miklu magni af fíkniefnum.
Fjórmenningarnir voru handteknir í sameiginlegun aðgerðum lögreglu í gær en að þeim komu embætti lögregluliðanna á Höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum, ríkislögreglustjóra og héraðssaksóknara. Ekki er hægt að veita frekari upplýsingar um málið að svo stöddu.
Umræða