4.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 26. janúar 2023
Auglýsing

Eldislax í Vatnsdalsá og þremur öðrum ám

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

Eldislax í Vatnsdalsá og þremur öðrum ám

Hafrannsóknarstofnun greinir frá því að lax sem veiddur var í Vatnsdalsá 31. ágúst sl. og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum, reyndist vera eldislax. Komið var með laxinn á Hafrannsóknastofnun þann 3. september og sýni úr honum í framhaldinu arfgerðagreint á rannsóknastofu Matís ohf.

Eldishrygna er veiddist í Vatnsdalsá. Hrognsekkir eru óþroskaðir
Fiskurinn bar ytri einkenni sem bentu til eldisuppruna, s.s. skemmdir á uggum. Við krufningu kom í ljós að um hrygnu var að ræða, með mjög óþroskaða hrognsekki. Hún var með tóman maga og uggaskemmdir bentu til að hún hafi strokið seint úr eldi (síðbúið strok). Það er óvenjulegt að ókynþroska fiskur gangi í ár og þekkum við þess varla dæmi.

Vöktun á laxveiðiám

Villtur lax á leið upp í Laugardalsá. Þetta er ekki eldislax að villast. Villtur lax á leið upp í Laugardalsá. Þetta er ekki eldislax að villast.

Hafrannsóknastofnun annast ýmsa þætti varðandi vöktun á laxveiðiám til að fylgjast með í hve miklu mæli strokfiskar úr eldi skili sér í veiðiár.
Hluti af þessari vöktun er sú að laxar sem veiðast og eru grunaðir um að vera af eldisuppruna eru sendir í svokallaða arfgerðagreiningu á erfðarannsóknastofu Matís ohf.
Á síðustu tveimur vikum hefur stofnunin fengið tilkynningu um 4 laxa, sem veiddust á Vestfjörðum og voru hugsanlega taldir ættaðir úr eldi. Óskaði stofnun í framhaldinu eftir að fá þá viðkomandi laxa til sýnatöku og arfgerðargreiningar.
Laxarnir veiddust í eftirfarandi ám og fengu eftirfarandi upprunagreiningu:

Veiðivatn: Fjöldi Uppruni
Laugardalsá í Ísafjarðardjúpi 1 eldislax
Selá í Skjaldfannardal (Djúpi) 1 eldislax
Hvannadalsá í Ísafjarðardjúpi 1 náttúrulegur lax
Staðará í Steingrímsfirði 1 eldislax

Þessi fjöldi eldislaxa í ám á þessum svæðum, er í samræmi við það sem áhættumat um erfðablöndun gerir ráð fyrir miðað við núverandi umfang sjókvíaeldiseldis hér við land. Hlutfall eldislaxa í þessum ám er, miðað við þennan fjölda laxa, vel undir þeim mörkum að erfðasamsetningu villtu stofnanna sé hætta búin.“ Segir Hafrannsóknarstofnun.
Tengdar greinar:
https://frettatiminn.is/2018/07/13/slysaslepping-i-laxeldinu-i-talknafirdi/