Gefin hefur verið út gul viðvörun fyrir höfuðborgarsvæðið og Faxaflóa, Suðurland, Breiðafjörð og Suðausturland
Talsverðar eða mikillar úrkomu er að vænta á morgun sunnan og vestantil, einkum við Mýrdalsjökul. Búast má við vatnavöxtum og auknum líkum á skriðuföllum á þessum svæðum og eru óbrúaðar ár mjög varasamar í slíkum aðstæðum. Gul viðvörun vegna veðurs: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður og Suðausturland
Veðuryfirlit
400 km SV af Hvarfi er allvíðáttumikil 980 mb lægð sem fer NA. Milli Íslands og Færeyja er 1020 mb hæðarhryggur, einnig á NA-leið.
Samantekt gerð: 06.09.2019 20:03.
Veðurlýsing
Í dag hefur verið hæg breytileg átt um allt land, mestur vindur mældist 11 m/s í Bjarnarey. Úrkoma mældist í flestum landshlutum en mest á Blönduósi, 3,6 mm. Hiti hefur verið á bilinu 10-16 stig, hlýjast á Torfum í Eyjafirði og Reykjum í Fnjóskadal.
Samantekt gerð: 06.09.2019 18:02.
Veðurhorfur á landinu
Hægt vaxandi sunnanátt í kvöld og nótt, 10-18 m/s á morgun og talsverð eða mikil rigning um landið S- og V-vert, en úrkomulítið NA-til. Dregur úr vindi og úrkomu V-ast annað kvöld. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast NA-lands. Spá gerð: 06.09.2019 18:06. Gildir til: 08.09.2019 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á sunnudag:
Suðvestan 5-10 og skúrir, en þurrt að kalla A-lands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast á A-landi.
Á mánudag:
Fremur hæg breytileg átt og stöku skúrir, en rigning um tíma á Vestfjörðum. Hiti 6 til 12 stig.
Á þriðjudag:
Austan 5-13, en 13-18 syðst. Rigning S- og A-til, annars úrkomulítið. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Norðanátt með rigningu eða súld á norðanverðu landinu, en stöku skúrir syðra. Hiti 5 til 13 stig, mildast á S-landi.
Á fimmtudag:
Norðlæg átt, skýjað og rigning á N- og A-landi. Kólnandi veður.
Á föstudag:
Vestlæg átt og skúrir á víð og dreif.
Spá gerð: 06.09.2019 20:22. Gildir til: 13.09.2019 12:00.