Í maí 2019 skipaði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið starfshóp þriggja lögfræðinga til að fara yfir og veita ráðgjöf um stjórn veiða á sæbjúgum
Í erindisbréfi starfshópsins sagði: ,,Stundaðar hafa verið veiðar á sæbjúgum við Ísland um nokkurn tíma en veiðisvæðum hefur verið skipt í reglugerð og gefin út leyfi fyrir veiðar.
Veiðiálag hefur verið umtalsvert og hefur afli á sóknareiningu dregist saman á þekktum veiðisvæðum en veiðiþol á öðrum er minna þekkt vegna stuttrar veiðisögu. Fyrir liggur endurskoðuð aflaráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um veiðar á stofninum fyrir fiskveiðiárið 2018/2019 sem bundin er við einstök veiðisvæði.
Sem viðbragð við þessu hefur ráðuneytið undirbúið tillögur að endurskoðaðri veiðistjórn fyrir sæbjúgu sem kynntar hafa verið á samráðsgátt Stjórnarráðsins. Í umsögnum um tillögur þessar á þeim vettvangi hefur m.a. komið fram gagnrýni á lagalegan grundvöll tillagnanna og verið bent á aðrar leiðir til stefnumörkunar, sem færar kunni að vera að lögum. Þess er hér með farið á leit við yður að valdheimildir ráðherra við stjórnun veiða á stofninum verði reifaðar og tekin afstaða til þeirra álitaefna sem risið hafa um framtíðarskipulag veiðanna, eftir því sem við á.”
Álit starfshópsins liggur fyrir og er meðfylgjandi (pdf-skjal).Sæbjúgu – skýrsla starfshóps.
https://gamli.frettatiminn.is/2019/09/01/islenskar-veidiheimildir-verdi-ad-kvota-fyrir-esb-rikin/