Robert Mugabe, fyrrverandi forseti Simbabve, lést í nótt 95 ára að aldri eftir veikindi. Mugabe var við völd í Simbabve í 37 ár þar til hann var sviptur forsetaembætti árið 2017 þegar herinn steypti Mugabe af stóli.
Robert Mugabe var frelsishetja Simbabve í nýlendustríði gegn Bretum á síðari hluta tuttugustu aldar. Þegar leið á valdatíma hans, varð hann mjög umdeildur fyrir stjórnarhætti og þá leiddi efnahagsstjórn hans til einhverrar mestu óðaverðbólgu í veröldinni.
Umræða