0.8 C
Reykjavik
Fimmtudagur - 2. febrúar 2023
Auglýsing

Þingmaður Sjálfstæðisflokksins hót­ar stjórn­arslit­um

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

 

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins

Jón Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hótar stjórnarslitum vegna samstarfsörðugleika við Vinstri græna þegar að kemur að virkjanamálum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Þar segir m.a. „Ég get ekki séð að við þing­menn Sjálf­stæðis­flokks­ins get­um stutt stjórn­ar­sam­starf sem fer fram með þess­um hætti. Það er best að gera grein fyr­ir því strax,“ seg­ir Jón Gunn­ars­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fv. ráðherra, í aðsendri grein í Morg­un­blaðinu í dag.
Til­efni þess­ara um­mæla er verklag um­hverf­is­ráðherra þegar kem­ur að friðlýs­ing­um. „Aðferðafræði hans stenst að mínu mati enga skoðun og hafa marg­ir hags­munaaðilar full­yrt að ekki sé farið að lög­um í þeirri út­færslu sem hann boðar.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson um­hverf­is­ráðherra

Ég er sam­mála því að verklag hans sam­ræm­ist ekki lög­um. Skýrt dæmi um hvernig aðferðafræði ráðherr­ans mun virka í raun er t.d. að ef eng­in virkj­un væri í dag til staðar í Þjórsá og Alþingi hefði ákveðið að setja virkj­un­ar­kost­inn Urriðafoss í vernd­ar­flokk myndi ráðherr­ann friða allt vatna­svæði Þjórsár frá jökli til ósa þannig að eng­in virkj­un yrði reist við Þjórsá.
Þetta er gal­in leið og geng­ur ekki upp,“ seg­ir Jón Gunnarsson þingmaður meðal ann­ars í grein sinni en hana er hægt að lesa í heild í Morg­un­blaðinu í dag.