Hugleiðingar veðurfræðings
Um 400 km vestur af Reykjanesi er vaxandi 997 mb lægð sem fer yfir landið í dag. Sunnan og suðaustan átt, víða 10-15 m/s, en heldur hvassari í vindstrengjum um norðvestanvert landið. Rigning víðast hvar, talsverð rigning sunnan- og vestantil eftir hádegi, en þurrt norðaustast á landinu fram á kvöld. Í nótt verður lægðin komin norður fyrir landið og rakasta loftið komið austur fyrir landið. Vindur snýr sér til vesturs og það dregur úr úrkomu. Lægðin verður orðinn dýpri og það hvessir í nótt, vestan 15-23 m/s á austurhelmingi landsins á morgun og það gæti verið lag að huga að lausum munum á þeim slóðum. Hægari vindur vestantil á landinu. Víða dálítil rigning eða skúrir, en þurrt á Suðausturlandi og Austfjörðum og það fer að lægja annað kvöld.
Veðurhorfur á landinu
Talsverð rigning víða á landinu, en þurrt NA til fram á kvöld, síðan vestlægari og úrkomuminni. Vestan 15-23 m/s um austanvert landið í nótt og á morgun, hvassast SA til, en heldur hægari V til. Dálítil rigning N-lands og sums staðar slydda til fjalla, stöku skúrir syðra, en þurrt fyrir austan og kólnar heldur. Lægir V-lands annað kvöld.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu: Suðaustan 8-13 m/s og talsverð rigning til kvölds, en síðan vestlægari og úrkomuminni, en skúrir á morgun. Hiti 8 til 12 stig. Lægir annað kvöld og kólnar heldur.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðlæg átt, 8-15 m/s, hvassast á annesjum. Skýjað og sums staðar dálítil væta á N-verðu landinu, en hægara og bjart með köflum syðra og stöku skúrir um kvöldið. Hiti 3 til 7 stig fyrir norðan, en annars 8 til 13 stig.
Á miðvikudag:
Fremur hæg breytileg átt og víða bjartviðri, en vaxandi suðaustanátt með rigningu SV-lands um kvöldið. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast vestanlands.
Á fimmtudag:
Suðaustan og austan 10-18 m/s, hvassast NV til og víða rigning, en úrkomulítið NA-lands. Hiti 7 itl 12 stig.
Á föstudag:
Ákveðin norðaustanátt og rigning um norðanvert landið, en skúrir syðra og kólnar heldur í veðri.
Á laugardag:
Útlit fyrir hvassa austan- og norðaustanátt, vætusamt og fremur svalt veður.
Spá gerð: 06.09.2020 08:02. Gildir til: 13.09.2020 12:00.