2.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 27. janúar 2023
Auglýsing

Kraftmikill og ósérhlífinn

Auglýsingspot_img

Nýjar fréttir

Auglýsingspot_img

STYRMIR GUNNARSSON KVADDUR

Fyrstu samtöl sem við Styrmir Gunnarsson áttum voru ekki sérlega vinsamleg. Ritstjóra Morgunblaðsins þótti formaður BSRB vera yfirgangssamur og óvæginn í gagnrýni á blað hans og formanni BSRB þótti ritstjórinn draga taum markaðshyggjunnar langt umfram það sem réttlætanlegt væri.
Ögmundur Jónasson fyrrverandi ráðherra, birti á vef sínum neðangreinda grein er hann minnist Styrmis Gunnarssonar

Svo leið tíminn. Hvorugur sló af í afstöðu sinni. En síðan fundust samnefnarar sem ekki sundruðu heldur sameinuðu.

Það gerðist til dæmis þegar við Styrmir Gunnrsson vorum mættir á biðstofur borgarstjóra og bæjarstjóra á suðvestur-horninu að biðja um gott veður fyrir Klúbbinn Geysi, sjálfshjálparstarfsemi fólks sem á við geðræn vandamál að stríða. Við þóttum heldur óvæntir samherjar. En að þessu sinni vorum við sömu megin borðsins í viðræðum við hið póltíska vald. Við vorum báðir stjórnarmenn í Klúbbnum Geysi. Hann sem reynslumikill maður nokkuð eldri en ég. Hann miðlaði, ég nam.

Í þessu starfi kynntist ég allt öðrum manni en þeim sem ég hafði verið ósáttur við fyrr á tíð. Nú kynntist ég hugsjónamanni að berjast af einlægni fyrir góðan málstað. Kraftmikill og ósérhlífinn.

Við vorum líka samherjar í baráttunni gegn þriðja orkupakkanum. Aftur þar var Styrmir öflugur liðsmaður. Í þessari baráttu vildi hann standa vörð um lýðræðið og taldi að fullvalda Ísland væri forsenda þess að landsmenn gætu búið við lýðræði. Ekki mætti framselja ákvörðunarvaldið úr hendi þjóðarinnar.

Eins er ógetið sem ætíð mun tengjast minningu Styrmis Gunnarssonar og það var áratuga barátta hans gegn kvótakerfinu í sjávarútvegi. Þar stóð hann vaktina sem enginn annar.

Nú er Styrmir Gunnarsson fallinn frá. Ég kveð hann með virðingu og eftirsjá.

Þetta skrifaði ég þegar Styrmir lét af ritstjórastarfi á Morgunblaðinu: http://ogmundur.is/greinar/2008/06/styrmir-af-morgunbladsvaktinni

Um bók Styrmis: http://ogmundur.is/greinar/2009/12/frjals-madur-er-ottalaus

Styrmir um Magmadeiluna: http://ogmundur.is/stjornmal/2010/07/styrmir-og-forsendur-sjalfstaedis

Aðskiljanlegar greinar þar sem Styrmir kemur við sögu á þessari heimasíðu. Ekki þó tæmandi listi:

http://ogmundur.is/eldri-greinar/2006/11/styrmir-og-egill

http://ogmundur.is/stjornmal/2011/10/his-masters-voice

http://ogmundur.is/greinar/2019/02/hja-gunnari-smara-med-styrmi

http://ogmundur.is/greinar/2010/11/upp-tekur-sig-gamalt-mein

http://ogmundur.is/greinar/2019/09/klubburinn-geysir-20-ara-afmaelisavarp

http://ogmundur.is/greinar/2009/12/hver-ma-skrifa-um-hvern

http://ogmundur.is/samfelagsmal/2014/01/smitandi-kraftur

http://ogmundur.is/i-brennidepli/2003/11/maelikvardi-a-gaedi

http://ogmundur.is/samfelagsmal/2005/04/gedhjalp-okkar-mal

http://ogmundur.is/greinar/2016/03/thegar-ofbeldid-raedur-for

http://ogmundur.is/greinar/2018/07/afmaelismalthing-i-norraena-husinu

http://ogmundur.is/greinar/2018/09/um-utanrikismal-og-aldur

http://ogmundur.is/greinar/2020/01/hvar-verdur-naesti-kvotafundur

http://ogmundur.is/greinar/2019/09/i-nafni-orkunnar-okkar

Hér er hægt að sjá greinina og fleiri greinar á vef Ögmundar