Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins var í viðræðuþættinum ,,Forystusætið“ á Rúv í kvöld, spurður um hvaða ráðuneyti flokkurinn mundi vilja ef hann verður með í næstu ríkisstjórn.
Bjarni sagðist þá helst vilja heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytin en það hefur engum dulist sem fylgst hefur með að ríkisstjórnin hefur verið mjög ósammála t.d. um einkavæðingu í heilbrigðismálum.
Sjálfstæðismenn hafa ganrýnt vinstri græna harðlega fyrir að vilja ekki einkavæða heilbrigðiskerfið á Íslandi, þar sem þeir efnameiri gætu t.d. borgað sig fram fyrir þá efnaminni á biðlistum.
Umræða