Lögreglan í Hafnarfirði handtók fimm ökumenn bifreiða sem vorugrunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og / eða fíkniefna í gær.
Þá var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi með exi úti á Granda. Maðurinn handtekinn skömmu síðar og vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu. Tvær axir voru haldlagðar en fyrr um kvöldið hafði verið tilkynnt um öskrandi mann með exi en hann fannst ekki þegar að var gáð.
Maður var handtekinn í Reykjavík, grunaður um líkamsárás og vörslu fíkniefna en hann var laus að lokinni skýrslutöku. Um tíuleitið í gærkvöld. var tilkynnt um líkamsárás á veitingastað / bar, í miðbænum þar sem starfsmaður var sleginn í andlitið.
Klukkan 21 í gærkvöld var svo tilkynnt um umferðaróhapp / útafakstur á Vesturlandsvegi. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis + fíkniefna, vörslu fíkniefna og akstur án réttinda þ.e. hefur aldrei öðlast ökuréttindi. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu lögreglu en hann slappómeiddur og var bifreiðin flutt af vettvangi með kranabíl.