Helgi Seljan hefur verið kosinn sjónvarpsmaður ársins og þá var Kveikur valinn fréttaskýringaþáttur ársins á Eddunni 2020. Helgi þakkaði hópnum sem vinnur að þættinum sem eru í grunninn átta manns ,,en svo er fullt af öðru fólki sem kemur að gerð þáttanna og ég tala nú ekki um viðmælendur okkar sem hafa sumir hverjir fært miklu meiri fórnir en við, til að koma málum upp á yfirborðið“
,,Við erum oft að hreyfa við hlutum og fólki sem hafa jafnvel verið heilagar kýr, en svo kemur bara í ljós að viðkomandi aðilar eru ekkert heilagar kýr.“ Þjóðinni er í fersku minni Kveiksþættirnir um Samherjaskjölin sem hafa vakið heimsathygli og stendur nú yfir rannsókn í níu löndum vegna þessa mála. Auk þess hefur verið fjallað um mörg mál í Kveik undanfarin ár sem hafa vakið mikla athygli og sjaldnast er farið troðnar slóðir í leit að efni.