Hugleiðingar veðurfræðings
Lægðin sem hefur stjórnað veðrinu hjá okkur síðustu daga er enn fyrir norðaustan land, en grynnist nú smám saman. Í dag snýst í norðan og norðvestan 5-13 m/s með áframhaldandi rigningu eða slyddu norðantil, en á sunnanverðu landinu verður hins vegar þurrt og víða bjart veður. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst. Það lægir víðast hvar á morgun og styttir smám saman upp fyrir norðan, en þó má búast við norðvestan strekkingi austantil á landinu fram á kvöld. Sunnan og suðaustan kaldi eða stinningskaldi á laugardag og rigning eða slydda með köflum víða um land, en á sunnudag er útlit fyrir hvassa norðanátt með talsverðri úrkomu um landið norðanvert.
Veðuryfirlit
350 km NA af Langanesi er allvíðáttumikil 973 mb lægð sem þokast A og grynnist heldur. Langt S í hafi er 1033 mb hæð.
Veðurhorfur á landinu
Norðan og norðvestan 5-13 m/s í dag, en heldur hvassara austanlands í fyrstu. Rigning á láglendi norðantil á landinu og slydda eða snjókoma til fjalla, en bjart með köflum um landið sunnanvert. Lægir á morgun og styttir smám saman upp fyrir norðan, en norðvestan strekkingur austantil fram á kvöld. Hiti 1 til 10 stig, mildast syðst.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Hæg breytileg átt og bjart með köflum, en norðan 5-10 m/s síðdegis. Hiti 3 til 7 stig. Lægir á morgun.
Spá gerð: 06.10.2022 09:16. Gildir til: 08.10.2022 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Suðaustan og austan 8-15 með rigningu á köflum. Snýst í hægari sunnanátt á Suður- og Vesturlandi undir hádegi. Hiti 2 til 7 stig.
Á sunnudag:
Gengur í hvassa norðlæga átt með talsverðri slyddu eða snjókomu, en úrkomulítið sunnantil. Hiti 0 til 6 stig, mildast austast.
Á mánudag:
Minnkandi norðvestanátt og dregur úr ofankomu. Svalt í veðri. Snýst í suðaustanátt sunnan- og vestanlands síðdegis, þykknar upp og hlýnar.
Á þriðjudag:
Suðlæg og síðar breytileg átt og væta með köflum, en rigning um kvöldið. Hiti 3 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Vestlæg átt og skúrir um landið vestanvert, en styttir upp fyrir austan. Heldur kólnandi veður.