• Auglýsingar
  • Fréttaskot
  • Hafa samband
  • Login
Laugardagur, 3. júní 2023
FRÉTTATÍMINN
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
  • Forsíða
  • Innlent
  • Erlent
  • Viðskipti
  • Aðsent & greinar
  • Afþreying
  • Neytendur
No Result
View All Result
Frettatiminn
No Result
View All Result

Gumboro veiki greindist í fyrsta sinn á Íslandi í sumar

ritstjorn by ritstjorn
6. nóvember 2019
in Fréttir, Innlent
0
Share on FacebookShare on Twitter

 
Gumboro veiki sem greindist í fyrsta sinn á Íslandi í Landssveit í sumar hefur ekki náð frekari útbreiðslu. Þetta sýnir rannsókn Matvælastofnunar. Útrýmingaraðgerðir standa yfir. 
Þann 23. ágúst tilkynnti Matvælastofnun um greiningu á tveimur nýjum sjúkdómum í kjúklingum á Rangárbúinu á Hólavöllum í Landssveit. Um er að ræða veirusjúkdómana Gumboroveiki (e. Gumboro disease / Infectious bursal disease – IBD) og innlyksa lifrarbólgu (e. Inclusion body hepatitis – IBH). Hvorugur sjúkdómurinn hefur greinst áður hér á landi. Rannsóknum á útbreiðslu er lokið en aðgerðir til útrýmingar veirunum standa yfir.
Báðir sjúkdómarnir eru bráðsmitandi fyrir alifugla en ekki fyrir menn eða önnur spendýr. Menn geta hvorki smitast af fuglunum né við neyslu á kjúklingakjöti. Matvælastofnun telur líklegt að innlyksa lifrarbólgan hafi komið upp í kjúklingunum í kjölfar smits með Gumboroveikiveirunni og því miða aðgerðir stofnunarinnar að þeirri veiru.
Gumboroveiki er landlægur sjúkdómur í flestum löndum þar sem alifuglarækt er stunduð. Hann veldur miklu fjárhagslegu tjóni og er á lista alþjóða dýraheilbrigðisstofnunarinnar (OIE), en á honum eru sjúkdómar sem geta skipt máli í alþjóðlegum viðskiptum. Ísland er eitt af fáum löndum í heiminum sem hafa ekki þurft að bólusetja gegn Gumboroveiki.
Undanfarnar vikur hefur farið fram rannsókn á mögulegri útbreiðslu Gumboroveikinnar á öllum búum Reykjagarðs hf, sem Rangárbúið er hluti af. Rannsóknin var lögð upp þannig að sýni voru tekin úr að minnsta kosti einum kjúklingahópi á öllum kjúklingabúum sem slátra hjá Reykjagarði hf.
Nú hafa borist niðurstöður úr öllum sýnum og voru þau öll neikvæð. Ekki fundust mótefni gegn Gumboroveiki sem bendir til að smitið hafi líklega ekki náð að breiðast út. Þetta eru mjög ánægjulegar niðurstöður, ekki síst í ljósi þess hversu smitandi veiran er.
Ekki er þar með sagt að veiran geti ekki enn verið til staðar á Rangárbúinu. Matvælastofnun hefur því lagt til aðgerðaráætlun í fjórum skrefum til útrýmingar veirunni, í samvinnu við Reykjagarð hf. Fyrsta skrefið var að þrífa húsin mjög nákvæmlega og sótthreinsa þau, því lauk þann 19. september sl. Næsta skref er að hvíla húsin í að minnsta kosti þrjá mánuði sem þýðir að kjúklingar geta verið settir í húsin í fyrsta lagi þann 19. desember. Þriðja skref er að setja einungis í húsið kjúklinga sem eru með mótefni gegn Gumboroveiki. Það næst með því að bólusetja foreldrahóp kjúklinganna auk þess að bólusetja alla kjúklingana sjálfa. Gripið er til þessarar tímabundnu bólusetningar vegna þess að ekki er hægt að reikna með að þrif og sótthreinsun dugi til að drepa allt smitefni á búinu. Í síðasta skrefi er fylgst með hvort Gumboroveikiveiran finnist í bólusettum kjúklingum. Ef hún finnst ekki þá er hægt að hætta bólusetningu og er búið þá talið laust við veiruna.
Með þessum aðgerðum ætti einnig að nást að útrýma veirunni sem veldur innlyksa lifrarbólgu, en ekki er þörf fyrir tímabundna bólusetningu gegn henni.
Enn er ekki vitað um hvernig smit barst á búið.

  • Nýir sjúkdómar á kjúklingabúi – frétt Matvælastofnunar frá 23.08.19
  • ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    ,,Þess vegna sit ég hér og bölva“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Bjartviðri og allt að 20 stiga hiti

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Ný gögn í Madeleine McCann málinu

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Björguðu sex manns úr vatni

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
  • Mótmæli við Alþingi – ,,Vanhæf ríkisstjórn“

    0 shares
    Share 0 Tweet 0
ADVERTISEMENT

Fréttatíminn © 2023

No Result
View All Result
  • Home
  • Landing Page
  • Buy JNews
  • Support Forum
  • Contact Us

Fréttatíminn © 2023

Welcome Back!

Login to your account below

Forgotten Password?

Retrieve your password

Please enter your username or email address to reset your password.

Log In
Are you sure want to unlock this post?
Unlock left : 0
Are you sure want to cancel subscription?