Hugleiðingar veðurfræðings
Áfram verður svipað veður á landinu, þurrt og víða bjart veður á suðvestanverðu landinu, skýjað og dálítil úrkoma austast og sums staðar fyrir norðan, en annars skýjað. Hiti 0 til 7 stig, mildast á Suðausturlandi. Á morgun verður veðrið áþekkt veðrinu í dag en mögulega verður heldur meiri úrkoma austanlands.
Veðuryfirlit
600 km ASA af Hvarfi er hægfara 978 mb lægð, en 400 km V af Írlandi er 970 mb lægð sem fer NA.
Veðurhorfur á landinu
Austan 5-15 m/s, hvassast syðst. Dálítil rigning eða slydda með köflum á austanverðu landinu, en bjart vestantil.
Bætir heldur í úrkomu á morgun, en lengst af þurrt vestanlands. Hiti 0 til 7 stig.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Austan 3-10 m/s og bjart að mestu, hiti 1 til 6 stig. Norðaustlægari seint á morgun og líkur á dálítilli rigningu annað kvöld.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Norðaustan 10-18 m/s, en hægari suðvestantil. Rigning með köflum, einkum austanlands, en úrkomulítið á Vesturlandi. Hiti 2 til 7 stig.
Á miðvikudag:
Hæg austlæg átt, skýjað og dálítil væta, en vaxandi austanátt með rigningu sunnanlands um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á fimmtudag:
Suðlæg átt og milt veður. Rigning og síðar skúrir, en styttir upp norðanlands.
Á föstudag:
Sunnanátt og skúrir, en þurrt um landið norðaustanvert. Hiti 3 til 8 stig.
Á laugardag:
Sunnanátt og rigning eða slydda með köflum, en úrkomulítið á Norðurlandi.