Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa sjö sinnum leitað til forsætisráðuneytisins um túlkun á siðareglum frá árinu 2018. Erindin fást hins vegar ekki afhent eftir breytingu sem gerð var á lögum um upplýsingamál fyrir fjórum árum.
Fjallað er ítarlega um málið hjá ríkisútvarpinu. Erindin sjö fást hins vegar ekki afhent eftir breytingu sem gerð var á lögum um upplýsingamál fyrir fjórum árum. Breytingin var gerð eftir ábendingu frá GRECO sem eru samtök ríkja Evrópuráðsins um spillingu.
Starfshópur forsætisráðherra tók ábendingu GRECO til skoðunar og taldi að ríkir samfélagslegir hagsmunir hlytust af því að ráðamenn fylgdu siðferðilegum viðmiðum í störfum sínum og hikuðu ekki við að leita sér ráðgjafar í vafatilvikum. Engu að síður var áréttað að ákvæðinu bæri að beita af varfærni með hliðsjón af hinum ríka rétti almennings til aðgangs að opinberum upplýsingum. Fréttastofa ætlar að láta reyna á þetta og hefur kært afgreiðsluna til úrskurðarnefndar um upplýsingamál.