6,5 milljarðar króna lækkun frá 2018
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur lagt fram lækkun á veiðigjaldi í ár sem nemur rúmum tveimur milljörðum króna og er það 30% lækkun frá fyrra ári.
Tekjur ríkisins af veiðigjöldum í ár eru áætluð 30% lægri en á síðasta ári. Í fjárlögum 2020 eru tekjur af veiðigjöldum áætluð 4.850 milljónir króna. Í fjárlögum síðasta árs 2019 voru tekjurnar áætlaðar 7 milljarðar króna. Lækkunin er um 30% milli ára. Tekjur af veiðigjaldi 2018 urðu 11.417 milljónir króna samkvæmt því sem fram kemur í ríkisreikningi. Tekjurnar 2020 eru aðeins 42% af tekjunum 2018. Lækkunin milli þessara tveggja ár ára 6,5 milljarðar króna. BB tók tölurnar saman.
Veiðigjaldið 2020 hefur verið birt og lækkar veiðigjaldið af þorski úr 13,80 kr/kg í 10,62 kr/kg., sem er 23% lækkun. Veiðigjald af loðnu og kolmunna lækkar um 85 – 89%. Veiðigjald af ufsa lækkar um 58% og makríl um 52%. Minnst er lækkun veiðigjaldsins í ýsu eða 8%. Veiðigjald af steinbít er það eina sem hækkar milli ára en hækkunin er 16%.
Útgerðin er að greiða þjóðinni 10.62 krónur fyrir afnot/leigu fyrir hvert kg. af þorski en metur sama kg. á frá 170 til 235 krónur ef útgerðin leigir það til leiguliða á kvótamarkaði eða um 17 til 23 sinnum hærra verð en þeir greiða sjálfir til þjóðarinnar skv. upplýsingum frá kvótasölu. Veiðigjald á makríl verður 1,69 kr/kg á þessu ári en er t.d. í Færeyjum 113 krónur.
Sama á við um allar aðrar fisktegundir, þ.e. mat útgerða á leiguverði er ekki í neinu samræmi við það veiðigjald sem útgerðir greiða fyrir auðlind þjóðarinnar.
Rúm 75% vilja innkalla kvótann og úthluta honum til hæstbjóðenda
https://gamli.frettatiminn.is/2019/12/29/rum-75-vilja-innkalla-kvotann-og-uthluta-honum-til-haestbjodenda/