Úrskurður dómnefndar sérfræðinganna var „Sala Hafnarfjarðar á HS-veitum: Var selt á verulegum afslætti miðað við margfaldara innviðafyrirtækja“

Hart var tekist á um sölu Hafnarfjarðarbæjar á hlut bæjarbúa í HS-veitum á síðasta ári, farið var fram á kosningu á meðal íbúa um söluna en við því varð ekki orðið. Þá var ekkert hlustað heldur á hörð mótmæli minnihlutans í bæjarstjórn.
Sigurður Þ. Ragnarsson bæjarfulltrúi Miðflokksins lagði fram eftirfarandi bókun á bæjarstjórnarfundi í dag vegna málsins: ,,Það vekur óneitanlega athygli að dómnefnd sérfræðinga við Fréttablaðið Markaðinn skuli velja sölu meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þ.e. Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, á hlut bæjarins í HS-veitum, einu verstu viðskipti ársins 2020. Tilkynnt var um þetta í blaðinu 30 desember sl.
3,5 milljarðar bæjarbúa verða að 2,7 milljörðum. Snilld segir meirihlutinn