5.6 C
Reykjavik
Föstudagur - 3. febrúar 2023
Auglýsing

Sala bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á HS-veitum, ein verstu viðskipti ársins 2020

Auglýsing

Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Úrskurður dómnefndar sérfræðinganna var „Sala Hafnarfjarðar á HS-veitum: Var selt á verulegum afslætti miðað við margfaldara innviðafyrirtækja“

Sigurður Þ. Ragnarsson bæjarfulltrúi Miðflokksin í Hafnarfirði á átakafundi vegna sölu HS-veitna frá bænum

Hart var tekist á um sölu Hafnarfjarðarbæjar á hlut bæjarbúa í HS-veitum á síðasta ári, farið var fram á kosningu á meðal íbúa um söluna en við því varð ekki orðið. Þá var ekkert hlustað heldur á hörð mótmæli minnihlutans í bæjarstjórn. 

Sigurður Þ. Ragnarsson bæjarfulltrúi Miðflokksins lagði fram eftirfarandi bókun á bæjarstjórnarfundi í dag vegna málsins: ,,Það vekur óneitanlega athygli að dómnefnd sérfræðinga við Fréttablaðið Markaðinn skuli velja sölu meirihluta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þ.e. Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, á hlut bæjarins í HS-veitum, einu verstu viðskipti ársins 2020. Tilkynnt var um þetta í blaðinu 30 desember sl.

Úrskurður dómnefndar sérfræðinganna var „Sala Hafnarfjarðar á HS-veitum: „Var selt á verulegum afslætti miðað við margfaldara innviðafyrirtækja.“
Ef rétt reynist er hér um stórkostleg afglöp núverandi meirihluta bæjarstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks og óháðra sem þarfnast skoðunar og rannsóknar. Fulltrúum minnihluta er stórkostlega brugðið að sjá þessi viðskipti bæjarins á þessum lista yfir verstu viðskipti nýliðins árs.

3,5 milljarðar bæjarbúa verða að 2,7 milljörðum. Snilld segir meirihlutinn