Norðaustan og norðan hvassviðri eða stormur með ofankomu. Gul viðvörun vegna veðurs og ófærðar – Norðaustan og norðan 15-25 m/s með snjókomu og skafrenningi, einkum norðantil. Ekkert ferðaveður framundan og líklegt að færð spillist víða.
Hugleiðingar veðurfræðings: Stormur á Vestfjörðum og Ströndum
Gengur í allhvassa eða hvassa norðaustanátt á norðvestanverðu landinu í dag og allra syðst, en annars hægari vindar. Él víða norðan- og austanlands, en annars bjart með köflum og hlýnar smám saman í veðri. Á morgun bætir enn í vind og verður víða hvassviðri vestanlands, jafn vel stormur um tíma á Vestfjörðum og Ströndinum. Snjóar þá víða og skefur á norðanverðu landinu, en sums staðar slydda eða rigning við sjávarsíðuna. Hiti kringum frostmark.
Athugið! Vakin er athygli á að éljagangurinn í dag, en snjókoma og skafrenningur á morgun geta valdið erfiðum akstursskilyrðum og versnandi færð á Norðurlandi, Ströndum og Vestfjörðum og eru veðurviðvaranir í gildi þess vegna. Hríðarveðrið stendur líklega fram eftir mánudegi.
Veðuryfirlit
1.000 km Suður af landinu er víðáttumikil 952 mb lægð sem fer NNA.
Veðurhorfur á landinu
Norðaustan 10-18 m/s og allvíða él, en hægari norðaustanlands fram á kvöld. Hiti um eða undir frostmarki.
Víða slydda eða snjókoma í nótt, en úrkomuminna sunnan heiða. Gengur í norðan hvassviðri eða storm á morgun, en lægir um landið suðaustan- og austanvert og dregur úr ofankomu þar. Hlýnar heldur.
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 8-15 m/s og stöku él, en dregur úr vindi eftir hádegi. Hiti um eða undir frostmarki.
Gengur í norðan og norðvestan 13-18 á morgun og hlýnar heldur.
Spá gerð: 07.01.2023 10:55. Gildir til: 09.01.2023 00:00.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á mánudag:
Norðan- og norðvestan 13-20 m/s og snjókoma eða slydda, en þurrt að kalla sunnan heiða. Dregur smám saman úr vindi þegar líður á daginn. Víða vægt frost.
Á þriðjudag:
Norðaustan og norðan 5-13 og él, en úrkomulítið sunnanlands. Hiti breytist lítið.
Á miðvikudag:
Norðan 5-13 og dálítil él, en bjartviðri sunnan heiða. Frost 1 til 8 stig.
Á fimmtudag og föstudag:
Norðaustlæg átt og él á víð og dreif. Herðir á frosti.
Spá gerð: 07.01.2023 08:38. Gildir til: 14.01.2023 12:00.
Umræða