Lögregla stöðvaði för fimmtán ára drengs sem ók bíl á rúmlega 160 kílómetra hraða í Reykjavík í gærkvöld. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Drengurinn reyndi að komast undan á hlaupum en lögreglumenn eltu hann uppi. Tveir aðrir fimmtán ára drengir voru einnig í bílnum. Málið verður unnið með barnavernd og foreldrum drengsins, að sögn lögreglu.
Umræða