Fréttin er nú uppfærð: „Lögreglan á Suðurnesjum hefur haft til rannsóknar mannslát í Grindavík. Frumrannsókn er lokið og enginn er í haldi lögreglu. Rannsókn mun ljúka á næstunni. Ekki er grunur um saknæmt athæfi.“
Fréttin hefur verið uppfærð með tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum en upprunalega fréttin er hér að neðan.
————————————————————————————————————
Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú andlát sem varð í Grindavík á sjötta tímanum í dag. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var einn handtekinn í tengslum við málið.
Varðstjóri á varðstofu lögreglunnar á Suðurnesjum gat ekkert staðfest við Fréttablaðið í kvöld. Hann sagði þó að von væri á tilkynningu frá lögregluembættinu innan einhverra klukkustunda, eða í síðasta lagi í fyrramálið. Hann varðist frekari fregna. Rannsóknardeild lögreglunnar á Suðurnesjum annast málið.
Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hefur lögreglan gengið í nálæg hús í Grindavík og leitað vitna í tengslum við málið.