Ungur ökumaður var stöðvaður á 148 kílómetra hraða af lögreglunni í Ártúnsbrekku en þar er 80 hámarkshraði. Þá var tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að ráðast að börnum í strætóskýli og hljóp hann svo af vettvangi. Lögregla náði manninum skammt frá. Eitt fórnarlambið leitaði sér aðstoðar á slysadeild vegna atviksins
Að öðru leiti var í nógu að snúast skv. dagbók lögreglunnar:
Stöð 1:
Tilkynnt um slagsmál fyrir utan skemmtistað í miðbænum, allir aðilar farnir af vettvangi er lögregla kom.
Óskað eftir lögreglu á hótel í miðbænum, en þar inni er maður mjög ölvaður til vandræða og neitar að yfirgefa hótelið. Lögregla fjarlægði manninn og hann í kjölfarið vistaður í fangaklefa sökum ölvunar og ástands.
Óskað eftir lögreglu á skemmtistað í miðbænum en þar inni eru menn til vandræða. Lögregla kom á vettvang vísaði mönnunum út og gengu þeir sína leið.
Óskaði eftir lögreglu í fjölbýlishús í miðbænum, en þar sefur maður ölvunarsvefni í stigaganginum, hann vakinn af lögreglu og aðstoðar til síns heima.
Bifreið stöðvuð í hverfi 105, ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna.
Óskað eftir aðstoð lögreglu í miðbæinn vegna blóðugs manns. Hafði verið ráðist að manninum og hann með áverka eftir í andliti. Manninum komið á slysadeild, ekki vitað neitt um árásaraðila.
Stöð 2:
Bifreið stöðvuð, ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Tilkynnt um grunnsamlegar mannaferðir, tilkynnandi segir að maður sé að sniglast í bakgarðinum hjá sér en hafi farið þegar hann varð hans var.
Stöð 3:
Tilkynnt um mann að reyna komast inn í hús í Breiðholti, þegar lögregla kom á vettvang og hafði afskipti af manninum kom í ljós að hann hafði farið húsavillt. Honum leiðbeint í rétta átt.
Tilkynnt um mann í annarlegu ástandi að ráðast að börnum í strætóskýli og hleypur svo af vettvangi. Lögregla nær manninum skammt frá. Einn leitar sér aðstoðar á slysadeild vegna atviksins.
Tilkynnt um grunnsamlegar mannferðir í Breiðholti. Ekkert að sjá er lögregla kom á vettvang.
Bifreið stöðvuð, ökumaður grunaður um akstur undir áhrifum áfengis.
Tilkynnt um mann fyrir utan fjölbýlishús í Breiðholti, hann ber að ofan öskrandi
Stöð 4:
Tilkynnt um innbrot í heimahús.
Ökumaður tekin af lögreglu grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, einnig var bifreiðin á stolnum skráningarmerkjum sem og var bifreiðin sjálf tilkynnt stolin. Við leit í bifreiðinni fundust meint fíkniefni. Var ökumaður sem og farþegi handtekinn og vistuð fangaklefa vegna málsins.
Ungur ökumaður stöðvaður á 148 kílómetra hraða í Ártúnsbrekkur, en þar er 80 hámarkshraði.