Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins er ósáttur við að fá ekki aukafund hjá forsætisnefnd borgarstjórnar og spyr hvort að valdníðsla sé stunduð í Ráðhúsinu af hálfu Dóru Bjartar Guðjónsdóttur í flokki Pírata
Forsaga málsins er sú að Dóra Björt Guðjónsdóttir sleit fyrirvaralaust fundi nefndarinnar síðastliðinn föstudag, þegar komið var að afgreiðlsu tveggja mála Miðflokksins sem snúa að óásættanlegir framkomu Dóru Bjartar, að sögn Baldurs Bergþórssonar.
,,Dóra Björt hafi í desember síðastliðnum farið með hrein ósannindi opinberlega um Baldur Bergþórsson og síðar með hrein ósannindi um opinberlega eyðingu tölvupósta vegna Braggamálsins. Óskað var eftir aukafundi um málin. Svar hefur borist um að málin verði tekin á dagskrá og er beiðni okkar hafnað. Og hver skyldi nú hafa tekið ákvörðun um það í krafti embættis síns? Dóra Björt Guðjónsdóttir.“ Segir Baldur Bergþórsson.
Hann fjallar jafnframt um málið á facebooksíðu sinni í dag:
,,Enn dekkist myndbirting stjórnarhátta í Ráðuhúsi borgarinnar:
Við borgarfulltrúar Miðflokksins, Vigdís Hauksdóttir og undirritaður sendum inn til forsætisnefndar beiðni um aukafund hjá forsætisnefnd eftir að Dóra Björt Guðjónsdóttir sleit fyrirvaralaust fundi nefndarinnar síðastliðinn föstudag.
Þegar komið var að afgreiðlsu tveggja mála Miðflokksins sem snúa að óásættanlegir framkomu Dóru Bjartar þar sem hún í desember síðastliðnum fór með hrein ósannindi opinberlega um undirritaðan og síðar með hrein ósannindi um opinberlega eyðingu tölvupósta vegna Braggamáls.
Svar hefur borist og er beiðni okkar hafnað.
Og hver skyldi nú hafa tekið ákvörðun um það í krafti embættis síns ?
Dóra Björt Guðjónsdóttir……..
Lýðræði? Hvað er það?
Gegnsæi? Hvað er það?
Máli þessu er fjarri því lokið, því auðvitað er slík afgreiðsla með öllu óásættanleg.
Baldur Borgþórsson
Varaborgarfulltrúi Miðflokksins
Upphafleg færsla Baldurs er hér að neðan :
Gleðitíðindi!
með dass af ósvífni þó……
Gleðitíðindi dagsins eru að verið er að vinna að uppsetningu upplýsingavefs um laun og kjör borgarfulltrúa í samræmi við tillögu mína frá síðasta ári.
Því ber að fagna.
Dassið af ósvífni er að dagskrárlið nr. 9, tillaga mín, um að forseti borgarstjórnar og formanni forsætisnefndar, Dóru Björt Guðjónsdóttur, verði gert skylt að draga til baka ávirðingar í minn garð og ásökunum þjófnað var ekki tekin fyrir.
Dóra Björt sleit fundi fyrirvaralaust þegar komið var að þessum lið!
Hvert erum við komin?
Hvar er lýðræðið statt?
Til fróðleiks:
Tillögu mína sem öllu fjaðrafokinu veldur, viðraði ég fyrst á borgarráðsfundi 2.nóvember síðastliðinn við vægast sagt litlar undirtektir viðstaddra í meirihluta. Á þeim fundi boðaði ég að ég myndi leggja tillögu mína fram á borgarstjórnarfundi á á næstu vikum og knýja þannig fram afstöðu til hennar, sem ég síðan gerði á fundi borgarstjórnar þann 18.des.2018.
Eins og klárlega má sjá á minnisblaði frá skrifstofu borgarstjórnar dags. 10.des.2018, sem væntanlega hefur átt að vera einhvers konar mótleikur við tillögu mína, er tilkynnt að á ,,næstu dögum´´ verði birt launatafla um kjör.
Samkvæmt minnisblaðinu stendur til að birta launatöflu ekki ósvipaða og stéttarfélög gera, sem er á engan hátt sambærileg við mína tillögu sem tekur mið af vef Alþingis um laun og kostn.greiðlsur þingmanna og nær mun lengra svo ekki sé meira sagt.
https://www.fti.is/2019/02/05/piratar-slitu-ovaent-fundi-i-forsaetisnefnd-borgarinnar-er-farid-var-fram-a-ad-asakanir-yrdu-dregnar-til-baka/