Katrín Jakobsdóttir segir að einkavæðinga sporin hræði sitt fólk
Fram kom flokksráðsfundur VG árið 2020 sem haldinn er í Félagsheimili Seltjarnarness í dag og á morgun að einhugur er hjá formanni Vinstri grænna og formanni Sjálfstæðisflokksins að nú eigi að einkavæða Íslandsbanka. Rætt er um að selja fjórðung í fyrsta áfanga og nota féið til innviðauppbygginga.
Bankarnir hafa frá hruni skilað hundruðum milljarða í arð til ríkisins sem eiganda. Fram hefur komið að engin þörf sé á að selja bankann til að fjármagna innviði enda aðeins reiknað með að lélegt verð fáist fyrir söluna í bankanum upp á einhverja tugi milljarða.
Katrín Jakobsdóttir sagði að söluferlið yrði að vera opið og gagnsætt og að sporin hræði þegar sala á ríkiseignum er annars vegar og var þá aðallega að vísa til síðustu einkavæðingu Búnaðarbankans og Landsbankans. En í millitíðinn hafa fleiri fjármálafyrirtæki verið einkavædd eins og t.d. Borgun og Arionbanki í tíð núverandi ríkisstjórnar. En samið hefði verið um að selja bankana í stjórnarsáttmála. Sem var gerður þegar samið var um ráðherrastóla ofl.
Þá var einnig rætt um ný lög þar sem gerðar verða nýjar og strangari kröfur um að fyrirtæki upplýsi um raunverulega eigendur og jafnframt var rætt um að verið væri að vinna að því að hamla að útlendingar geti keypt upp jarðir á Íslandi.
,,Tímabært að selja Íslandsbanka“ – Telur ólíklegt að fullt verð fáist
https://gamli.frettatiminn.is/timabaert-ad-selja-islandsbanka-telur-oliklegt-ad-fullt-verd-faist/