Að mati Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra verður ekkert gert varðandi þann hluta fiskveiðistjórnarkerfisins sem sérstaklega er hugsaður til þess að sinna atvinnu- og byggðaverkefnum. Þar með talið strandveiðum, með því að samþykkja frumvarp til laga frá Lilju Rafneyju Magnúsdóttir, varaþingmanni Vinstri grænna, um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. Fjallað er um málið á mbl.is
Frumvarp Lilju Rafneyjar gengur fyrst og fremst út á að tryggja strandveiðisjómönnum þá 48 daga til veiða sem þeir hafa krafist með því að auka heimildir ráðherra til að flytja aflaheimildir milli flokka innan atvinnu- og byggðakvótakerfisins. Hægt er að lesa alla fréttina á mbl.is
Umræða