6.8 C
Reykjavik
Föstudagur - 31. mars 2023
Auglýsing

Ráðherra segir gjald fyrir ekna kílómetra handan við hornið

Auglýsingspot_img
Auglýsing

Nýjar fréttir

Auglýsing

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, var í viðtali í morgunútvarpi á Bítinu. Hann var m.a. inntur eftir innheimtu gjalda af bílum og umferð. Fjármálaráðherra sagði nýbúið að setja af stað vinnu við þetta í fjármála- og innviðarráðuneytinu.

,,Við gætum gengið svo langt, mögulega, að fella alveg niður gjöldin á eldsneytið. Færa okkur alfarið í það að taka gjald fyrir ekna kílómetra á götunum. Þá myndi fólkið borga aðeins eftir því hve bílarnir eru þungir og líklegir til að slíta vegakerfinu. Þetta eru breytingar handan við hornið og við verið að vinna að,“ sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á Býtinu.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir kílómetragjald sanngjörnustu og skynsamlegustu leiðina til að innheimta gjald af bílum og umferð til framtíðar.

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, sagði nýverið að kílómetragjaldið á að vera breytilegt eftir orkugjafa, þyngd ökutækis og notkun þess. Það þarf að vera gegnsætt að um sé að ræða skynsamlega, sanngjarna og hagkvæma leið til standa undir kostnaði við vegakerfið.

Gjaldtakan á að vera hvetjandi til kaupa og notkunar á bílum sem hafa minni umhverfisáhrif. Veitufyrirtæki nota sams konar innheimtuaðferð, það er að mæla notkun. Akstursnotkunina, kílómetragjaldið, er hægt að áætla í upphafi út frá meðalakstri ökutækja og síðan endurskoða með tilliti til raunverulegrar akstursnotkunar. Þetta þekkja neytendur í tengslum við kaup á raforku og heitu vatni.