Helstu fréttir lögreglu á tímabilinu 05:00 til 17:00 eru þessar:
Lögreglustöð 1
– Tilkynnt um innbrot í aðstöðu verktaka á byggingasvæði. Verkfærum og öðrum verðmætum stolið. Málið er í rannsókn.
-Þá barst tilkynning um ógnandi manni í miðborg Reykjavíkur. Maðurinn fannst ekki þrátt fyrir leit.
-Tilkynnt um líkamsárás í matvöruverslun þar sem að viðskiptavinur veitist að starfsmanni með hnefahöggi. Málið sneri að ágreiningi sem að viðskiptavinurinn átti við verslunina tveimur dögum áður.
-Tilkynnt um þjófnað úr verslun. Lögregla fór á vettvang og tók skýrslu af meintum geranda.
-Tilkynnt um þjófnað úr verslun. Gerendur voru á unglingsaldri en sakhæfir. Málið var afgreitt með aðkomu foreldra og barnaverndar.
-Tilkynnt um ölvaðan og ógnandi mann á veitingastað. Lögregla fór á vettvang og hlýddi hann ekki fyrirmælum lögreglu. Þá kastaði hann af sér vatni í viðurvist lögreglu og annara vegfaranda, það fellur undir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur. Aðilinn var handtekinn og færður á lögreglustöð.
Lögreglustöð 2
– Tilkynnt um umferðaróhapp fólksbifreiðar og vörubifreiðar. Ökumaður vörubifreiðarinnar ók af brott af vettvangi án þess að nema staðar og er málið í rannsókn.
Lögreglustöð 4
– Tilkynnt um árekstur þriggja bifreið við Gullinbrú. Talið er að sólin hafi blindað ökumenn.
-Ökumaður á léttu bifhjóli ók inn í hlið bifreiðar. Ökumaðurinn fann til eymsla eftir óhappið og var hann fluttur á bráðamóttöku til skoðunar.